Straton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Straton frá Lampsakos (um 340 f.Kr. – um 268 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur, sem fékkst einkum við náttúruheimspeki. Hann tók við sem þriðji skólastjóri Lýkeions við andlát Þeófrastosar.

Straton veitti því meðal annars athygli að fallandi hlutir, t.d. regndropar, auka hraða sinn í fallinu en falla ekki með jöfnum hraða eins og aflfræði Aristótelesar gerði ráð fyrir.

Hann hélt því einnig fram að í öllum efnislegum hlutum væri mismikið tómarúm sem útskýrði þyngdarmun hlutanna (og efnanna).

Straton er stundum talinn vera fyrsti trúleysingi eða guðleysingi heimspekisögunnar.

Meðal nemenda Stratons var Aristarkos frá Samos.