Stríð Sovétmanna í Afganistan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stríð Sovétmanna í Afganistan
Hluti af kalda stríðinu

Mujahideen-liðar í Kunar í Afganistan árið 1987.
Dagsetning24. desember 1979 – 15. febrúar 1989 (9 ár, 1 mánuður, 3 vikur og 1 dagur)
Staðsetning
Niðurstaða

Sigur Mujahideen-liða

  • Genfarsáttmálarnir (1988)
  • Brottflutningur sovéskra hermanna frá Afganistan
  • Afganska borgarastyrjöldin heldur áfram
Stríðsaðilar
Fáni Sovétríkjanna Sovétríkin
Afganistan Alþýðulýðveldið Afganistan
Mujahideen
Leiðtogar

Fjöldi hermanna

  • Sovéski herinn: 115.000 þegar hæst var[1]

  • Mujahideen: 200.000–250.000[2][3]
Mannfall og tjón
Alls um 14.453 drepnir Minnst 56.000 drepnir
Almennir borgarar drepnir: 562.000[4]–2.000.000[5]

Stríð Sovétmanna í Afganistan var níu ára langt stríð sem hófst með innrás Sovétmanna í Afganistan til að styðja baráttu marxista sem voru við völd gegn andspyrnuhreyfingu íslamskra bókstafstrúarmanna sem háðu heilagt stríð gegn yfirvöldum. Andspyrnuhreyfingin naut stuðnings ýmissa aðila, meðal annars bandarísku leyniþjónustunnar CIA, Sádi-Arabíu, Pakistans og annarra múslímaríkja. Stríðið varð leppstríð í kalda stríðinu, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin tókust á með óbeinum hætti í gegnum átök í öðrum ríkjum.

40. herdeild sovéska hersins hélt inn í Afganistan þann 25. desember 1979 en síðustu hersveitir Sovétmanna yfirgáfu landið þann 15. maí 1988 og stríðinu lauk 15. febrúar 1989. Stríði Sovétmanna í Afganistan hefur oft verið líkt við stríð Bandaríkjamanna í Víetnam, vegna mikils kostnaðar beggja stórveldanna og árangursleysis hernaðarins. Áætlað er að um 15 þúsund sovéskir hermenn hafi látið lífið og um ein milljón Afgana, óbreyttir borgarar og andspyrnumenn, auk þess sem 5,5 milljónir hafi misst heimili sín.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Nyrop, Richard F.; Seekins, Donald M. (janúar 1986). Afghanistan: A Country Study (PDF). Washington, DC: United States Government Printing Office. bls. xviii–xxv. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 3. nóvember 2001.
  2. Rischard, Maxime. „Al Qa'ida's American Connection“. Global-Politics.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. nóvember 2011. Sótt 28. júlí 2011.
  3. „Afghanistan hits Soviet milestone – Army News“. Armytimes.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. maí 2012. Sótt 15. febrúar 2012.
  4. Lacina, Bethany; Gleditsch, Nils Petter (2005). „Monitoring Trends in Global Combat: A New Dataset of Battle Deaths“ (PDF). European Journal of Population. 21 (2–3): 154. doi:10.1007/s10680-005-6851-6. S2CID 14344770. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. október 2014. Sótt 8. desember 2018.
  5. Klass, Rosanne (2018). „Genocide in Afghanistan 1978—1992“. Í Charny, Israel W. (ritstjóri). The Widening Circle of Genocide: Genocide – A Critical Bibliographic Review. Routledge. bls. 129. ISBN 9781351294065. OCLC 1032709528.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.