Steve Vai

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steve Vai, 2023
Steve Vai

Steven Siro Vai (fæddur 6. júní 1960) er bandarískur gítarleikari og fyrrverandi meðlimur í hljómsveit Frank Zappa. Hann er virtur gítarleikari.

Sagan[breyta | breyta frumkóða]

Fæddur og uppalinn í Carle Place í Long Island, New York, Steve Vai var fjórði af fimm börnum foreldra sinna. Ást systur hans á tónlist hafði snemma mikil áhrif á hann og hann byrjaði aðeins 6 ára gamall að spila á orgel, um 10 ára aldur byrjaði hann að spila á harmóniku. Hann og systir hans Lillian byrjuðu snemma að reyna að spila saman, þau hlustuðu á plötur og spiluðu undir. Vai hlustaði aðallega á Led Zeppelin.

Árin 1971 - 1972 gekkst Vai í lið við þrjá stráka í hljómsveit að nafni The Ohio Express (þeir áttu samt ekki heima nálægt Ohio), einn spilaði á bassa, annar á trommur og söng og sá þriðji söng og spilaði á gítar. Vai var ekki byrjaður að spila á gítar á þessum tíma en byrjaði með því að spila á hljómborð og syngja en spilaði svo á gítar seinna meir.

Einn daginn bauðst honum að kaupa gítar á 5 dollara, hann greip tækifærið, safnaði sér peningnum og keypti gítarinn. Hann þorði samt sem áður ekki segja neinum frá þessu því honum fannst það alltof svalt fyrir hann að spila á gítar. Dag einn ákváðu hann og Frank Stroshol (gítarleikarinn í The Ohio Express) að fara í gítartíma einhvers skrítins gítarista sem kunni virkilega að spila; Joe Satriani. Þeir mættu í alla tíma og fylgdust vel með. Loks kom að því að þeir máttu ekki æfa lengur í kjallara Frank Stroshol og þar með endaði The Ohio Express.

Sú hljómsveit sem var næst í vegi Vai var Cirus, í þessari hljómsveit kom Vai fyrst fram á sviði. Því miður kom að því að hinn gítarleikarinn sagði einfaldlega „annaðhvort fer Vai eða ég“, og svo hætti hann að mæta á æfingar. Seinna sagði trommarinn það sama (þeir voru að æfa í kjallaranum hans svo að hann vissi að hann væri úr myndinni og fór).

Loks komst Vai svo í hljómsveit þar sem hann gat verulega skemmt sér, það var hljómsveitin Rayge. Þeir spiluðu allt mögulegt t.d. Led Zeppelin, Alice Cooper, Kiss o.fl. Þeir spiluðu í partíum, á börum og í leikfimishúsum, lentu í slagsmálum, voru meðal annars handteknir.

Árið 1977 stofnaði Vai Jimi Hendrix „cover“-band með trommara og bassaleikara.

18 ára að aldri vildi Vai komast í Berklee College of Music í Boston og pabbi hans seldi líftrygginguna sína til að koma honum í skólann. Fyrsta hljómsveitin sem Vai stofnaði í Berklee var Axis (1978-1979), þeir spiluðu mikið saman og í þessari hljómsveit samdi Vai mikið af efni sem var seinna hljóðritað á plötuna Flex-Able (1984). Seinni hljómsveitin sem Vai stofnaði í Berklee var Morning Thunder (1979). Hljómsveitin þróaði sína eigin tónlist og æfði lengi frameftir.

Frank Zappa hafði alltaf verið einn af uppáhalds gítarleikurum Vai. Hann útsetti lag eftir Zappa á gítar og sendi honum síðan, Zappa var svo hrifinn af þessu að hann bað Vai að koma og spila fyrir sig. Síðar bauð hann honum að ganga til liðs við hljómsveitina sína árið 1980. Vai fór á hljómleikaferðalag með Zappa og hann kallaði hann ýmsum viðurnefnum eins og Stunt Guitarist og Little Italian Virtuoso. Vai spilaði á plötur með Zappa eins og t.d. Tinsel Town Rebellion (maí 1981), You Are What You Is (september 1981), Ship Arriving Too Late (1982), Man From Utopia (1983) auk Them or Us og Thing Fish (1984) áður en hann hætti.

Fyrir árið 1984 hafði Vai byggt sér sitt eigið upptöku stúdíó og fór hann þá að fikta við að blanda saman djass, rokki og klassík. Á endanum voru þessi verk gefin út sem platan Flex-Able, platan hefur mjög mikil áhrif frá Frank Zappa. Nokkru seinna á sama ári gaf Vai út sína seinni sóló plötu Flex-Able Leftovers. 1984 stofnaði hann bandið The Out Band, þau spiluðu aðeins saman nokkrar æfingar og spiluðu einu sinni á sviði. Fyrsta bandið hans í California var The Classified, hljómsveit sem spilaði "fyndna" tónlist. Bandið 777 var gott "djamm" band með honum var Stu Hamm á bassa (þeir höfðu spilað mikið saman og verið saman í nokkrum hljómsveitum áður) og Chris Farzier á trommur. Fullt af efni frá þessari hljómsveit varð seinna mikið af kjarna plötunnar sem Vai gaf seinna út Passion And Warfare.

Eftir að hljómsveitin Alcatrazz hafði rekið gítarleikarann Yngwie J. Malmsteen gekkst Vai til liðs við þá. Hann hafði einn dag til að læra allt heila prógrammið þeirra og áður en hann fór á sviðið. Og enginn af áhorfengunum vissi að Malmsteen hafði verið rekinn. Þegar tónleikarnir voru að byrja öskruðu allir nafnið hans, Vai segist enn þá eiga upptökurnar af viðbrögðum fólksins þegar hann labbaði á sviðið. Og með þeim spilaði Vai á disk árið 1985 sem heitir Disturbing The Peace.

Árið 1986 kom Vai fram sem var gítarleikari djöfulsins í myndinni Crossroads. Eftir það fékk hann tilboð frá vini sínum og bassaleikara Billy Sheehan um að fara í prufu um starf í sólóhljómsveit söngvarans David Lee Roth sem hafði hætt í hljómsveit Eddie Van Halen fyrir stuttu. Vai fékk giggið og varð "frægur á einni nóttu". 1986 sendu þeir frá sér plötu sem heitir Eat ‘Em & Smile, sú plata varð ein af efstu hard rock útgáfum þetta árið en Vai segir að honum finnist platan vera ein sú besta rokk platan frá þeim áratugi. Einnig spilaði hann með David Lee Roth á plötunni Skyscraper árið 1988. Vai og Sheehan öðluðust mikla frægt fyrir hæfni sína á hljóðfæri sín og komust á forsíður margra gítartímarita í nokkur ár eftir.

Árið 1988 gerði Vai samning við Ibanez hljóðfæra-fyrirtækið um sína eigin línu af gíturum sem kallast JEM. Um árið 1989 gekkst hann til liðs við popp/metal hljómsveitina Whitesnake. Ástæðan fyrir þessu var sú að gítarleikarinn sem þeir voru með hafði skemmt á sér höndina við að spila gítaræfingu. Sama ár spilaði Vai á plötuna Slip of the Tounge með Whitesnake.

Ári seinna (1990) gaf Vai út þriðju sóló plötuna sína yfirallt sem heitir Passion & Warfare. Platan var byggð á draumum sem Vai hafði dreymt sem unglingur. Platan sló gull og Vai var viðurkenndur sem einn besti gítarleikari þessara tíma. Einnig bjó Vai til sjö strengja gítar í gegnum Ibanez um þetta leyti.

Á þessum tíma stofnaði Vai sína eigin hljómsveit sem hét VAI eina platan sem gefin út var með þeim heitir Sex & Religion , á þessari plötu var sungið, ólíkt fyrri sólóplötu Vai. Ungur söngvari, Devin Townsend, fékk að spreyta sig hjá Vai en Vai hafði hrifist af demo-spólu sem hann heyrði frá honum. Platan olli vonbrigðum þannig að Vai sneri sér aftur að instumental lögum, hélt sig við sóló ferlinn í hljómsveit sinni Steve Vai og gaf út plöturnar Alien Love Secrets, Fire Garden (1996), endurútgáfa af Flex-Able Leftovers plötunni (1998) og síðan The Ultra Zone (1999).

Árið 2001 gaf Vai út sína fyrstu live plötu í fullri lengd sem heitir Alive In An Ultra World og einnig gaf hann út takmarkaða útgáfu af 10 diska boxi sem hann kallar The Secret Jewell Box.

Árið 2006 spilaði Vai með Zappa Plays Zappa, hljómsveit sem sonur Frank Zappa, Dweezil, setti saman til að spila lög eftir Zappa.

Vai stendur nú uppi með fjórar Grammy tilnefningar og ein Grammyverðlaun, konu, tvö börn, fullt af reynslu og virðingu og er talinn einn af bestu gítarleikurum okkar tíma. Ekki er Vai búinn í tónlistarbransanum enn og er hann enn á fullu og jafnvel af meiri krafti en áður í mörgum verkefnum.

G3[breyta | breyta frumkóða]

Seint á tíunda áratugnum sameinuðust Steve Vai og Joe Satriani aftur saman og héldu árlegt tónleikaferðalag sem þeir kölluðu G3 þar sem þeir tveir spiluðu vanalega auk einhvers auka gítarleikara, en svo var annar gítarleikari valinn næsta ár. Þeir gáfu svo út live plötu með tónleikunum árið 1997.

Um árin hafa þessir gítarleikarar spilað með á þessu tónleikaferðalagi í gegnum árin 1996 – 2003:

N-Ameríka: Joe Satriani, Steve Vai og Eric Johnson.

N-Ameríka: Joe Satriani, Kenny Wayne Shepherd og Robert Fripp.

Hljómsveitir (í tímaröð)[breyta | breyta frumkóða]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur Steve Vai[breyta | breyta frumkóða]

  • Flex-Able (1984)
  • Passion and Warfare (1990)
  • Sex & Religion (1993)
  • Alien Love Secrets (1995)
  • Fire Garden (1996)
  • Flex-Able Leftovers (1998)
  • The Ultra Zone (1999)
  • Real Illusions: Reflections (2005)
  • The Story of Light (2012)
  • Modern Primitive (2016)
  • Inviolate (2022)
  • Vai/Gash (2023

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]