Steina Vasulka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Steina (til hægri) og Woody Vasulka

Steina Vasulka (fædd Steinunn Briem Bjarnadóttir árið 1940) er íslenskur vídeólistamaður. Hún fæddist í Reykjavík og lærði klassíska tónlist og fékk námstyrk til að fara á listaskóla í Prag árið 1959. Þar kynntist hún manni sínum Woody Vasulka en hann er af tékkneskum ættum og nam fyrst verkfræði og síðar sjónvarps- og kvikmyndagerð. Steina og Woody fluttu til New York borgar árið 1965 og voru þar brautryðjendur í vídeólist sem þau sýndi í Whitney safninu og þau stofnuðu The Kitchen árið 1971. Frá árinu 1980 hafa þau búið í Santa Fe í New Mexico.

Tenglar[breyta]