Starfræn segulómmyndun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sýnishorn af fMRI gögnum

Starfræn segulómmyndun (fMRI) er notkun á MRI til að mæla virkni í heila eða mænu. Mælingin er þó óbein og byggir fremur á breytingum á blóðflæði og súrefnisnotkun sem talin er fylgja breytingum í taugavirkni. Aðalkostur starfrænnar segulómmyndunar er að hún krefst ekki inngrips, það er vefir líkamans skaddast ekki. Starfræn segulómmyndun hefur aftur á móti ekki sérlega góða tímaupplausn, það er erfitt getur verið að fylgjast náið með því hvernig virknin breytist með tíma. Aftur á móti er rýmdarupplausn þokkaleg, það er hægt er að staðsetja virknina nokkuð návæmlega í taugakerfinu.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.