Stanley Fischer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stanley Fischer

Stanley Fischer (hebreska: סטנלי פישר‎; fæddur 15. október 1943) er hagfræðingur og fyrrverandi varastjórnarformaður Seðlabanka Bandaríkjanna. Hann fæddist í Norður-Ródesíu (núna Sambíu) og hefur bæði bandarískan og ísraelskan ríkisborgararétt.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Hann útskrifaðist með BA-gráðu og síðar MA-gráður í hagfræði frá London School of Economics. Hann hlaut doktorsgráðu í hagfræði frá Massachusetts Institute of Technology árið 1969.[1]

Áður en hann hóf störf sin hjá Seðlabanka Bandaríkjanna þá þjónaði hann embætti stjórnarformanns Seðlabanka Ísraels frá maí 2005 þar til júnílok 2013.[2]

Hann hefur gegnt fjölda annarra starfa og embætta. Frá árinu 1988 til 1990 starfaði hann sem aðalhagfræðingur hjá Alþjóðabankanum. Þar áður starfaði hann sem fyrsti varaframkvæmdarstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þ.e. frá september 1994 til ágúst 2001. Þá vann hann sem varaformaður Citigroup á árunum 2002 til 2005.[1]

Hann tók við embætti eins af stjórnarmeðlimum bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna þann 28. maí 2014, til að fylla í autt sæti. Stuttu seinna tók hann við embætti varastjórnarformanns bankastjórnarinnar þann 16. júní 2014. Áætlað var að hann gegndi því til 12. júní 2018[1] en hann sagði af sér átta mánuðum á undan áætlum, þann 13. október 2017.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Board Members: Stanley Fischer“. Sótt 14. nóvember 2014.
  2. „Previous Governors of the Bank“. Sótt 14. nóvember 2014.
  Þetta æviágrip sem tengist hagfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.