Staðaraðferð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Staðaraðferð (latína: Ars memoriae) er minnistækni sem Grikkjum og Rómverjum var kennd, með þeim hætti að þeim var kennt að setja hvert tiltekið atriði ræðu í samband við einhvern stað. Svo væri létt að rifja upp ræðuna með því að flakka á milli þeirra staða sem tengdust atriðum ræðunnar í huganum.

Aðferðin byggir á því að mynda samband milli orða og hugmynda. Því stórkostlegri sem hugmyndin er, því meiri líkur eru á að viðkomandi muni hana.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Dæmi um notkun staðaraðferðar er t.d. að hugsa um þekkta byggingu, til dæmis eitthvað ákveðið hús. Taka þarf tíma til að framkvæma „rölt“ í huganum í gegnum öll herbergin í húsinu. Sérstaklega þarf að taka eftir smáatriðunum, eins og til dæmis rispum eða hverju því sem „stækkar“ hugmyndina. Síðan er gerður listi yfir greinilega hluti sem horft var á og lagðir voru á minnið. Þegar það er búið eru búnar til sýnilegar ímyndanir fyrir hvert orð sem var tekið fyrir og þær settar í ákveðna röð. Til að kalla orðin fram er spurt til dæmis: „Hvað er á hurðinni á svefnherberginu“ eða „hvað er í ofninum“ og þar fram eftir götunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.