Stýfing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stýfing er hugtak í stærðfræði sem notað er um það þegar fjölda tölustafa hægra megin við kommu er fækkað, með því einfaldlega að sleppa þeim stöfum sem eru þar fyrir aftan.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Ef talan 5,1274 er stýfð með tveimur aukastöfum fæst 5,12. Stöfum fyrir aftan er einfaldlega sleppt. Þetta er ekki jafngilt því að námunda að tveim aukastöfum, en í því tilfelli fæst talan 5,13.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.