Sprengjuvarpa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandarískir hermenn beita mortélbyssu
Þýsk Heckler & Koch GMG, 40mm alsjálfvirk sprengjuvarpa
Sprengjuvörpur frá 19. öld

Orðið sprengjuvarpa getur átt við um tvennskonar vopn. Annað þeirra, sem einnig kallast mortélsbyssa (e. mortar) er lítil hlaupstutt og hlaupvíð fallbyssa. Hitt vopnið á við það sem heitir á ensku grenade launcher.

Í fyrrnefnda vopninu, mortélsbyssa, (e. mortar) er skotið er undir 45°-85° horni og kúlurnar fara því í krappan boga svo að vopninu er oft beitt til að skjóta yfir nálæga hæð og ofaní stöður óvina. Sprengjuvörpur hafa þann meginkost að þær eru min léttari en annað stórkotalið sem notar álíka þung skot. Það gerir það að verkum að fáeinir hermenn geta borið alla nausynleag hluta sprengjuvörpu á bakinu svo að fótgöngulið getur haft hana með sér sem stórskotalið ef annað stendur ekki til boða. Aftur á móti skjóta sprengivörpur skotum sínum á mun minni hraða svo að nútíma sprengivörpur draga yfirleitt aðeins fáeina kílómetra og áhrif skotsins felast nánast eingöngu í sprengingu kúlunnar þar sem hreyfiorka skotsins er mun minni en hjá öðru stórskotaliði.

Þó að flestart sprengjuvörpur séu litlar og léttar (oft undir 100 kg) eru mörg dæmi um mun stærri sprengjuvörpur, til dæmis þýsku digru bertu sem hafði 420mm hlaupvídd og var notuð í fyrri heimsstyrjöldinni eða jafnvel hinn 914mm Litla Davíð (e. little david) sem var hannaður í seinni heimsstyjöldinni.

Litlu fótgönguliðsvörpurnar hafa yfirleitt slétt hlaup, þ.e. ekki með rifluðu hlaupi og skotin fá stöðugleika með spöðum aftan á þeim og eru framhlaðnar þannig að skoti er sleppt ofan í hlaupið og sprengivarpan hleypir af um leið og skotið lendir í botninum. Þetta gerir það að verkum að sprengjuvörpurnar þurfa að vera nokkuð uppréttar þegar þær skjóta. Stórar sprengjuvörpur eru líkari stórum fallbyssum og hafa riflað hlaup og eru hlaðnar að aftan.

Hitt vopnið sem er kallað sprengivarpa á íslensku (e. grenade launcher) er minna og sumar útgáfur er hægt að festa á venjulega hrískotariffla en einnig eru til stórar sjálfvirkar útgáfur sem eru settar á þrífót eða ökutæki. Þessi vopn hafa gjarna 30-40mm hlaupvídd og skjóta með mjög litlum hraða (oft um 70m/s) og draga í mesta lagi 2km, yfirleitt mun minna, oft nokkur hundruð metra. Linkarnir á önnur tungumál eru á þessa gerð vopna.