Speni (Ströndum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Speni & Veiðileysa

Speni er örnefni norður á Ströndum. Um er að ræða nafnið á stórum hól þar sem mörkin eru á milli Árneshrepps á Ströndum og Kaldrananeshrepps. Nafnið dregur hóllinn af því að hann er eins og konubrjóst í laginu, með öllu tilheyrandi. Þjóðsaga er til um hólinn Spena þar sem segir að hann hafi orðið til með þeim hætti að tröllkona hafi spyrnt fram skriðu úr fjallinu.