Spágaukur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spágaukur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gaukfuglar (Cuculiformes))
Ætt: Gaukaætt (Cuculidae)
Ættkvísl: Coccyzus
Tegund:
C. americanus

Tvínefni
Coccyzus americanus
(Linnaeus, 1758)

Spágaukur (fræðiheiti Coccyzus americanus) er fugl af gaukaætt. Hann er algengur varpfugl í Norður-Ameríku frá Suður-Kanada til miðhluta Mexíkó og skiptist í tvær deilitegundir Coccyzus americanus americanus sem er austan Klettafjalla og Coccyzus americanus occidentalis sem er vestan Klettafjalla. Kjörlendi spágauka er opið skóglendi og þéttur runnagróður. Þeir eru oft nálægt mannabústöðum. Spágaukar hafa vetursetu í Suður-Ameríku frá Venesúela og Kólumbíu suður til Argentínu. Spágaukur er mjög sjaldgæfur flækingsfugl á Íslandi.

Samanburður á regngauki og spágauki.
Útbreiðslusvæði spágauka
Coccyzus americanus

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Spágaukur er 28 til 32 sm á lengd, þar af er stélið 11 til 13 sm. Hann er brúnleitur að ofan en ljósari og gráleitari að neðan. Á fullorðnum fuglum er stélið að neðan svart með stórum hvítum skellum. Spágaukar hafa er áberandi rauðbrúnan lit í vængjum og er sá litur skýrari á ungum fuglum en fullorðnum. Kynin eru eins í útliti. Nefið er niðursveigt, svart í endann en gult í rót. Fætur eru blágráir. Augnhringur er gulur.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikilífverur eru með efni sem tengist