Soraya Post

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Soraya Post

Soraya Viola Heléna Post (fædd 15. október 1956 í Gautaborg) er sænsk stjórnmálakona og fyrrum evrópuþingmaður fyrir stjórnmálaflokkinn Feministiskt initiativ.

Faðir Post var þýskur gyðingur en móðir hennar var Rómani. Post hefur beitt sér fyrir réttindum rómanskra minnihlutahópa, bæði innan Svíþjóðar og á alþjóðavísu.[1]

Post var í febrúar 2014 útnefnd oddviti Feministiskt initiativ fyrir Evrópuþingskosningarnar í Svíþjóð. Framboðið fékk 5,3% atkvæða í kosningunum, sem tryggir því einn evrópuþingmann.[2] Hún er fyrsti fulltrúi feminísks framboðs til að taka sæti á Evrópuþinginu og fyrsti evrópuþingmaður Svía af rómaættum.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hon är första romen att toppa EU-lista, SVT, 13. febrúar 2014.
  2. Nästa Bryssel för Soraya Post (Fi), Expressen, 26. maí 2014.
  3. Historiskt namn toppar FI:s sedel, Svenska Dagbladet, 9. febrúar 2014.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.