Sopi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sopi eða Mangó-Sopi var íslenskur mysudrykkur sem Mjólkursamsalan setti á markað árið 1980. Miklar vonir voru bundnar við framleiðslu þessa svaladrykks, sem þróaður var undir stjórn næringarfræðingsins Jóns Óttars Ragnarssonar. Tilgangurinn var að finna not fyrir það mikla magn skyrmysu sem Mjólkursamsalan þurfti að hella niður á ári hverju.

Auk mysu var mangó-ávöxturinn meginuppistaðan í Sopa. Til stóð að setja fleiri bragðtegundir á markað, en úr því varð ekki. Mangó-Sopi hvarf endanlega úr hillum verslana á seinni hluta níunda áratugarins.

Mangó-Sopi var einkum ætlaður börnum. Hann var seldur í ¼ lítra pakkningum eins og kókómjólk. Umbúðirnar prýddi teiknimynd af rauðklæddri ofurhetju.