Sonur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sonur er karlkyns afkvæmi tveggja foreldra. Samsvarandi kvenkyns afkvæmi heitir dóttir. Í sumum hefðbundnum samfélögum eru synir taldir mikilvægari en dætur en staðan er enn þá sú í dag í nokkrum löndum. Til dæmis mega í Kína foreldrar eignast aðeins eitt barn en síðan þessi stefna gekk í gildi hefur strákum fjölgað töluvert samkvæmt opinberum tölum. Ástæðurnar fyrir þessu eru ýmsar en meðal annars vegna fóstureyðingar á stúlkum og þess að færri stúlkur eru skráðar þegar þær fæðast.

Í karlleggssamfélagi öðlast synir arfleifð fyrir dætur.

Nöfn[breyta | breyta frumkóða]

Í mörgum þjóðum eru til eftirnöfn sem sýna tengsl einstaklings við forföður. Á Íslandi eru til bæði föðurnöfn og ættarnöfn. Kerfi svipuð því sem er enn í notkun á Íslandi voru til í mörgum löndum fyrr í tíð en í dag hafa þessi nöfn steingervast og eru notuð sem eftirnöfn. Eftirfarandi er listi yfir aðskeyti sem eru sett við fornöfn á ýmsum tungumálum til að sýna tengsl sonar við forföður.

Arabíska[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.