Sogblettir (stuttskífa)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sogblettir er nafn á fyrstu 12" plötu pönkhljómsveitarinnar Sogblettir sem kom út í 500 eintökum fyrir jólin 1987. Hljómplatan sem tekin var upp í Hljóðrita á vegum Smekkleysu vorið 1987 af Kjartani Kjartanssyni innihélt þrjú frumsamin lög. Tvö lög, Orð Öskursins og Er nema von, eru eftir gítarleikara hljómsveitarinnar Arnar Sævarsson við texta Sigurlaugu Jónsdóttur skáldkonu og 5. Gír lag og texti eftir Ara Eldon bassaleikara. Þessi frumraun Sogbletta fékk mjög góða dóma tónlistargagnrýnenda og þykir í dag ein magnaðasta rokkplata frá þessu tímabili rokksögu Íslands.

Meðlimir Sogbletta[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]