Sogamýri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sogamýri er mýrarsvæði í Reykjavík sem liggur neðan Réttarholts milli Rauðagerðis og Suðurlandsbrautar, austan við Skeifuna þar sem nú liggja Fenin, Skeiðarvogur, Mörkin og Miklabraut.

Eins og nafnið bendir til, er svæðið mýrlendi og var þar fyrr á öldum mikið fuglalíf. Áður fyrr var mýrin mun stærri, og var þá samfelldur fláki suður til Sogavegs og vestur undir Grensásveg.

Búskapur var í Sogamýri á bóndabænum Sogabletti sem stóð nálægt þar sem nú er tónlistarskóli FÍH í Rauðagerði (Rauðagerði 27, 29, 31 og 33)[1]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. íbúar sem byggðu á svæðinu uppúr 1980 fundu leifar búskaparins
  Þessi landafræðigrein sem tengist sögu og Reykjavíkur er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.