Sniðaspjall:Stubbur

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég tók aftur breytingar Magnúsar Þórs vegna þess að ég tel að þetta sé rangt. Frekar ætti að búa til nýtt snið, t.d. {{Óflokkaður stubbur}}, en ekki eyðileggja þetta snið sem er notað á svo mörgum stöðum. Ekki allar greinar falla undir aðrar stubbamerkingar, þess vegna þarf þetta að vera til í sinni núverandi mynd. --Jóna Þórunn 2. ágúst 2006 kl. 13:25 (UTC)[svara]

Já, það er fullt af stubbagreinum sem eru flokkaðar.
--Gdh 2. ágúst 2006 kl. 13:33 (UTC)[svara]
OK, ef consensusinn er að meginþorrinn af þeim tæplega 2500 greinum sem eru stubbamerktar séu í raun stubbar frekar en óflokkaðir stubbar ætla ég svosem ekki að deila um það. Vil reyndar benda þeim sem telja að svo sé að kíkja á Flokkur:Stubbar, og eins vil ég benda á að á ensku Wikipediunni er lagst gegn því að fólk noti {{stub}}, einmitt vegna þessa vandamáls. Hvað sem því líður þarf þetta snið að breytast til að það samræmist sameiningu Wikipedia:Stubbastuð og Wikipedia:Stubbur, sem var lögð til fyrir nokkrum dögum síðan. Ég geri þá minimal breytingar til að uppfylla það. --Magnús Þór 2. ágúst 2006 kl. 13:59 (UTC)[svara]

Breytti sniðmáti eftir umræður í Pottinum. Stubbarnir eru ekki kallaðir óflokkaðir, en bent er á að þeir hafi ekki verið settir í undirflokka og tilvísun á flokkunarsíðuna er bætt við.

Glæ nýtt snið[breyta frumkóða]

Vil vekja athyggli á að það er komið glæ nýtt snið í gagnið. Gallinn er að það er örlítð flóknara fyrir byrjendur að búa til nýtt stubbasnið því þeir skilja líklega ekki upp né niður í þessu. Hins vegar finnst mér þetta snið mun þægilegtra í notkun á greinunum. Auðvitað látum við hin sniðin standa (allavega um sinn), en vinsamlegast notið þetta nýja snið þegar þið skrifið nýjar greinar. --Steinninn 13:54, 11 júlí 2007 (UTC)

Bara svo að ég muni það þá vantar að bæta við Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð stubbum í þetta. Geri það eitthverntíma á næstu vikum. --Steinninn 4. desember 2007 kl. 22:05 (UTC)[svara]

Núverandi snið leyfir 3 tegundir af stubbum. Ég og Marri erum að velta fyrir okkur hvort það ætti að leyfa 4. Ég valdi 3 upphaflega því ég hélt að fjórir væri of mikið. Hafa fleiri skoðun á þessu? --Steinninn 5. desember 2007 kl. 23:46 (UTC)[svara]

Mér finnst allt í góðu að leyfa fjóra. --Cessator 6. desember 2007 kl. 00:13 (UTC)[svara]
Ég skil ekki, 3 eða 4 hvað? --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. desember 2007 kl. 09:53 (UTC)[svara]
Eins og staðan er í dag getur þú einungis gert „stubbur|æviágrip|saga|usa“ en ef því verður breytt í 4 þá gætirðu gert sem dæmi „stubbur danmörk|svíþjóð|noregur|ísland Marri 6. desember 2007 kl. 11:25 (UTC)[svara]

Myndin sem tengill[breyta frumkóða]

Samkvæmt nýjum mælingum virðast margir smella á myndina þegar þeir sjá stubbinn. Kannski ættum við að breyta sniðinu þannig að ef fólk smellir á hana að það fari á eitthverja gagnlega síðu? Eða kannski eru þetta mikilvæg mistök sem þau gera til að læra inn á wikikerfið. Hvað finnst ykkur? --Steinninn 12. desember 2007 kl. 23:46 (UTC)[svara]

Mér finnst þetta allt í lagi eins og þetta er. En í hvað ættum við annars að láta myndirnar tengja? Viðeigandi stubbaflokk kannski? --Cessator 12. desember 2007 kl. 23:48 (UTC)[svara]
Ég var aðalega að hugsa um Wikipedia:Stubbur eða „breyta“ viðeigandi grein. --Steinninn 13. desember 2007 kl. 02:03 (UTC)[svara]
Já, ég reyndi líka oft að ýta á myndirnar þegar ég byrjaði á Wikipedia. T.d. á Forsíðunni mætti hafa það þannig að maður fari á Grein mánaðarins ef maður ýtir á stjörnuna, og að maður fari á atburði viðkomandi dags ef maður ýtir á skrifblokkina. Ég veit að það er hægt að gera þetta, en það er svakalega mikið vesen og virkar ekki í öllum netvöfrurum. Af hverju er þetta svona mikið mál? Það er ekkert mál að gera þetta í HTML. --Baldur Blöndal 13. desember 2007 kl. 02:37 (UTC)[svara]
Einfaldasta leiðin til að komast hjá þessu er að breyta myndinni í tilvísun. Ég gerði það við þessa mynd. --Steinninn 23. desember 2007 kl. 13:38 (UTC)[svara]
Ah snillingur. Þetta virkar mjög vel, mér hafði ekki dottið í hug að bæta tílvísunum á myndirnar sjálfar. --Baldur Blöndal 23. desember 2007 kl. 21:29 (UTC)[svara]
Ég held ég geri þetta líka við myndirnar á forsíðunni, eru ekki allir cool með það? --Baldur Blöndal 23. desember 2007 kl. 21:30 (UTC)[svara]
Þetta virðist ekki virka lengur. --Steinninn 15. maí 2008 kl. 23:11 (UTC)[svara]