Snið:Raunvísindagátt vissir þú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vissir þú

...að pýþagórísk þrennd er hverjar þær þrjár heiltölur sem geta verið hliðarlengdir í rétthyrndum þríhyrningi? Minnsta slík þrennd er (3,4,5), en óendanlega margar eru til.
...að Merkúríus (Merkúr) er næstminnsta reikistjarnan og sú sem næst er sólinni?
...að snjór er úrkoma vatns í formi kristallaðs íss, sem samsett er úr miklum fjölda óreglulegra korna, sem nefnast snjókorn?
...að frumutala mjólkur getur verið mælikvarði á júgurheilbrigði hjá kúm?
...að ljóstvistar sem gefa innrautt ljós eru notaðir m.a. í fjarstýringum?
...að Öræfajökull (sjá mynd) hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma?
...að í taugavísindum skoða menn byggingu taugakerfisins, virkni þess og þroska?
...að Dyrhólaey er ekki eyja heldur móbergsstapi sem skagar út í sjó?
...að maurar eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur?
...að grösum er skipt í puntgrös, axpuntgrös og axgrös eftir því hvernig smáöxin sitja á stráinu?
...að Deildartunguhver í Reykholtsdal (sjá mynd) er vatnsmesti hver Evrópu?
...að eitrunaráhrif kolmónoxíðs stafa af því að það binst hemóglóbíni í blóði og kemur þannig í veg fyrir upptöku súrefnis?
...að geislaálag er mælt í sívertum?
...að teljanlegt mengi er í stærðfræði mengi sem er annað hvort teljanlegt eða teljanlega óendanlegt?
...að náttúrulegar, heilar, ræðar, óræðar, raun- og tvinntölur eru allt talnamengi í stærðfræði?
...að algildi er í stærðfræði fjarlægð tölu frá tölunni núll á rauntölulínunni?