Snið:Raunvísindagátt valin grein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orka er grundvallarstærð sem að hvert eðlisfræðilegt kerfi hefur að geyma. Orka er skilgreind sem magn vinnu sem þarf til að breyta ástandi eðlisfræðilegs kerfis. Til dæmis tekur það W = ½mv² vinnu til að hraða byssukúlu frá núll hraða í hraða v — og er því stærðin ½mv² kölluð hreyfiorka byssukúlunnar. Önnur dæmi eru raforkan sem geymd er í rafhlöðu, efnaorka sem er í matarbita, hitaorka vatnshitara, og stöðuorka upphækkaðs vatns á bak við stíflu.

Hægt er auðveldlega að breyta orku úr einni mynd yfir í aðra; sem dæmi, ef rafhlaða er notuð til að knýja rafmagnshitara, er efnaorku breytt í raforku, sem að svo er aftur breytt í hitaorku. Eða, með því að láta upphækkað vatn renna niður á við, er stöðuorku vatns breytt í hreyfiorku hreyfils, sem að svo breytist í raforku með hjálp rafals. Lögmálið um orkugeymd segir til um að í lokuðu kerfi haldist heildarmagn orku kerfisins, sem samsvarar samanlögðum orkuhlutum þess, fast. Þetta lögmál kemur út af hliðrunarsamhverfu tímans, sem merkir að eðlisfræðileg ferli eru óháð byrjunartíma.