Snið:Gátt:Fornfræði/Fróðleiksmolar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

...Peleifur, faðir Akkillesar í grískri goðafræði, var bróðir Telamons, föður Ajasar?
...Pólýkleitos, sem var einn markverðasti listamaður klassíska tímans, sérhæfði sig í gerð bronsmynda?
...Aristófanesi frá Býzantíon er eignuð uppfinning ákvæðismerkja sem notuð eru í grísku til að gefa til kynna framburð?
...í riti Ciceros Um skyldur er sett fram gagnrýni á einvaldinn Júlíus Caesar, sem þá hafði nýlega verið ráðinn af dögum?
...orrustan við Agrigentum (Sikiley 261 f.Kr.) var fyrsta skipulagða orrustan í fyrsta púnverska stríðinu og fyrsta stóra orrustan milli Karþagómanna og Rómverja?
...rómverski keisarinn Dómitíanus þótti grimmur og haldinn ofsóknaræði og er af þeim sökum stundum talinn til hinna svonefndu brjáluðu keisara?
...eitt elsta og mikilvægasta rit um bókmenntarýni í fornöld er gamanleikur Aristófanesar Froskarnir?
...Mormó er gyðja í grískri goðafræði og var sögð bíta óþæg börn?
...Michael Ventris var enskur arkitekt og sjálfmenntaður fornfræðingur sem, ásamt fornfræðingnum John Chadwick, réð línuletur B á árunum 1951-1953?