Snakkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Snakkur er kvikindi í íslenskri þjóðtrú, einskonar sending, sem menn (aðallega konur) sköpuðu með hjálp galdra og fjölkyngi úr mannslegg. Orðið snakkur er einnig haft um tilbera almennt, en oftast er snakkurinn sérstök tegund af sendingu, og vefur utan um sig, ólíkt tilberanum sem sýgur í sig. Snakkar og tilberar standa samt hvortveggja í nánu sambandi við uppvakninga rétt eins og útburðir við afturgöngur. Eini munurinn í sköpunarsögu þeirra er svo að tilberinn er úr mannsrifi, en ekki mannslegg.

Snakkurinn er þannig vakinn, að maður tekur mannslegg úr helgaðri mold í kirkjugarði og geymir á beru brjósti sér, er svo til altaris og spýtir helguðu messuvíni í barm sér á snakkinn, eigi sjaldnar en þrisvar.

Segir síðan svo í Íslenskum þjóðsögum og sögnum eftir Sigfús Sigfússon:

Lifnar hann þá við og er síðan magnaður með fjölkynngi og sendur til féfanga. Hann sýnist likastur vefjarspólu og því vel lagaður til veltu. Var hann og jafnan sendur eftir því, er hann gat vafið upp á sig og valt svo heim með það. Hann þótti þarfari húsbændum en nágrönnum, þegar ull og hey lá undir.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.