Snæfell (Eyjabakkajökull)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Snæfell.
Snæfell
Snæfell séð úr vestri
Snæfell séð úr vestri
Hæð 1.826 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning NA Vatnajökuls
Hnit 64°47.83′N 15°34.53′V / 64.79717°N 15.57550°V / 64.79717; -15.57550
Fjallgarður Enginn

Snæfell er 1826 metra há megineldstöð úr líparíti og móbergi í austurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Skiptar skoðanir eru á því hvort eldstöðin sé virk eða óvirk. Fjallið stendur um 20 km norðaustan Brúarjökuls í norðanverðum Vatnajökli og er hæsta fjall utan jökla á Íslandi. Austan við fjallið eru Eyjabakkar sem er gróið svæði og kjörlendi heiðagæsa. Á Vesturöræfum vestan fjallsins halda hreindýr mikið til og má oftast sjá til þeirra.

Gönguleiðin[breyta | breyta frumkóða]

Uppganga er tiltölulega auðveld frá Snæfellsskála. Bílastæði er um 1 kílómeter innan við Snæfellsskála. Gangan er um 14 kílómetrar og hækkunin 1030 metrar[1] Á toppi fjallsins er sísnævi þaðan sem mikið og víðfeðmt útsýni er til allra átta. Á góðviðrisdögum sést vel yfir Vesturöræfi, Kverkfjöll, Fljótsdal, Fljótsdalshérað, Vatnajökul og Hvannadalshnjúk svo eitthvað sé nefnt.

Yfir sumartímann starfa landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðinu og eru með aðsetur í Snæfellsskála sem er staðsettur við rætur fjallsins. [2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Snæfell“. www.ferdaf.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2021. Sótt 4. apríl 2021.
  2. Vatnajökulsþjóðgarður. „Snæfell / Lónsöræfi“. Vatnajökulsþjóðgarður. Sótt 4. apríl 2021.