Snæbjörn Steingrímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Snæbjörn Steingrímsson (fæddur 28. nóvember 1972) er fyrrum framkvæmdarstjóri samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Snæbjörn sótti háskólann The Glasgow Academy en hann var í námi þar frá árinu 1985 til 1990 og útskrifaðist þaðan. Árið 2000 varð hann starfsmaður Samfilm, sem er í eigu Sambíóana, vann þar til desember 2006, og í janúar 2007 tók hann við sem framkvæmdastjóri Samtaka Myndrétthafa á Íslandi. Hann gengdi því starfi í 7 ár eða til maí 2014. Árið 2009 hóf hann lögfræðinám við Háskólann í Reykjavík sem hann lauk árið 2012 og útskrifaðist með BA réttindi í lögfræði. Hann fór í framhaldsnám í Háskóla Reykjavíkur 2012 til 2014.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Snæbjörn Steingrímsson var framkvæmdastjóri Samtaka Myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) frá árinu 2007. Hann gengdi lykilstöðu SMÁÍS og var hvað mest í fjölmiðlum á þessu tímabili varðandi ólöglegt niðurhal á Íslandi. SMÁÍS höfðaði mál gegn Svavari Lútherssyni (etc Torrent.is málið), sem SMÁÍS vann í Héraðsdómi Reykjaness. Snæbjörn lét af störfum sem framkvæmdastjóri SMÁÍS í apríl 2014. Stjórn SMÁÍS kærði hann fyrir fjárdrátt í félaginu SMÁÍS og óskaði stjórnin samleiðis eftir að SMÁÍS yrði tekið til gjaldþrotaskipta og úrskuðaði Héraðsdómur Reykjavíkur það gjaldþrota 27. ágúst 2014.