Smektít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smektít (montmorillonít)

Smektít (montmorillonít) tilheyrir hópi leirsteinda sem innihalda mismikið vatn.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Brúnleitt eð grænleitt á lit. Dregur í sig vatn auðveldlega og þenst út við það.

  • Efnasamsetning: (Na,Ca)(Al,Mg)6(Si4O10)3(OH)6 • nH2O
  • Kristalgerð: Mónóklín
  • Harka: 1-2
  • Eðlisþyngd: 2,5 (háð vatnsinnihaldi)
  • Kleyfni: Góð

Myndun og útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Myndast á jarðhitasvæðum, bæði djúpt í jörðu og á yfirborði. Algengt við vatnshveri og er sú ummyndunarsteind sem mest er af á Íslandi. Verður til við ummyndun á ólivíni, pýroxeni, kalsíumríku feldspati, basaltgleri eða súrri ösku við hitastig sem er allt frá lágum hita upp í 170°C.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.