Slétturnar miklu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Slétturnar miklu táknaðar með grænum lit

Slétturnar miklu eða gresjurnar miklu eru gríðarstór flöt gresja austan við Klettafjöllin í Norður-Ameríku. Þær ná yfir, í heild eða að hluta, bandarísku fylkin Nýju-Mexíkó, Texas, Oklahoma, Colorado, Kansas, Nebraska, Wyoming, Montana, Suður-Dakóta og Norður-Dakóta, og kanadísku héruðin Alberta, Manitóba og Saskatchewan.

Gresjurnar miklu voru bithagar stórra hjarða villtra vísunda sem ýmsir ættbálkar indíána veiddu sér til viðurværis. Síðar voru þær nýttar undir nautgriparækt og enn síðar jarðrækt þótt þurrkar gerðu bændum erfitt fyrir.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.