Skrifstofuhugbúnaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skrifstofuvöndull)
Fréttastofa Reuters í Bonn árið 1988. Tölvur urðu hluti af staðalbúnaði á skrifstofum í byrjun 9. áratugarins og fyrstu skrifstofuvöndlarnir komu á markað skömmu síðar.

Skrifstofuhugbúnaður eða skrifstofuvöndull er safn notendaforrita sem ætluð eru til notkunar í almenna skrifstofuvinnu. Algengast er að skrifstofuhugbúnaður innihaldi að minnsta kosti ritvinnsluforrit og töflureikni. Venjulega er skrifstofuhugbúnaður hannaður þannig að notendaviðmót er sambærilegt milli forrita og oft eru skáarsniðin þannig samhæfð að hægt sé að afrita og líma hluta úr skjölum milli ólíkra forrita innan safnsins. Skrifstofuhugbúnaður er oft hannaður út frá safni staðlaðra hluta sem eru samnýttir af forritum safnsins.

Algengur skrifstofuhugbúnaður er t.d. Microsoft Office, iWork, OpenOffice.org, KOffice, GNOME Office, Lotus Symphony og Google docs. Reynt hefur verið að koma á stöðluðum skjalasniðum eins og Open Document Format til að tryggja samhæfingu milli ólíkra skrifstofuvöndla.

Dæmigerðir hlutar í skrifstofuhugbúnaði[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.