Skinna-Björn Skeggjason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skinna-Björn Skeggjason var íslenskur landnámsmaður sem nam Miðfjörð og Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu. Björn var kaupmaður í Noregi, verslaði með skinn og fór kaupferðir til Hólmgarðs (Novgorod). En þegar honum fór að leiðast kaupmennskan fór hann til Íslands og nam þar land, að því er segir í Landnámu.

Sonur hans var Miðfjarðar-Skeggi, garpur mikill sem nefndur er til sögu í ýmsum Íslendingasögum, meðal annars Njálu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók á snerpa.is“.