Skógsnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skógsnes (Snóksnes)er bújörð í Gaulverjabæjarhreppi nú Flóahreppi (Skógsnes, Skógsnes, Skógsnesi, Skógsness).


Landamerki[breyta | breyta frumkóða]

Landamerkjaskjöl (nr. 94) fyrir Árnessýslu. Skjalinu var þinglýst 16. júní 1885. Þingl. 0,75, bókun 0,25.

Landamerki Stokkseyrarkirkjujarða: Skógsness, Hamars og Hamarshjál. eru sem hér skrifast:

Úr Þrísteini — sem er hornmarkið að sunnanverðu á svæði því sem liggur að Partamýrinni — í Drottningarþúfu, úr henni í Teigsvörðu (Gauta-), sem er hornmark að norðaustanverðu þeim megin, þaðan í Leirgjá á móts við Mýraland; þaðan á móts við Gaflsland — eftir Garðlagi upp í Gullvöll; úr Þúfunni að austanverðu á Gullvelli í Gráugrjót, þaðan í Hamarsvörðu, þaðan á móts við Saurbæjarland í Vörðuna á Saurbæjarvatnsbakka; úr Saurbæjarvatni (syðst) í Fuglstapaþúfu, þaðan í Ferðamannahól, þaðan í Hamarsflóð á móts við Galtastaðaland; svo ræður Hamarslækur suður í Djúpakrók, þaðan eru mörkin eftir svonefndri Gróf og vestast í Flathóla, þaðan austast í Keldhóla, úr Keldhólavörðu í hornmark að sunnan sem stendur við Stararflóð, austur og uppaf Miklavatni — og þaðan austur í Þrístein, sem fyrst er nefndur.

Ábúendatal[breyta | breyta frumkóða]

1703- Sveinn Pálsson, f. 1664, d. eftir 1729 og k.h. Margrét Þorsteinsdóttir, f. 1674.
1703- Gunnar Þorleifsson, f. 1651 og k.h. Ingunn Símonardóttir, f. 1659.
1708- Ólafur Jónsson.
1729- Ormur Teitsson, f. 1659 og k.h. Arnleif Jónsdóttir, f. 1655.
1729-1750- Jón Ormsson, f. 1692 og k.h. Katrín Gunnarsdóttir, f. 1703.
1746-1748 Magnús Helgason, f. 1692 og k.h. Guðrún Kolbeinsdóttir, f. 1690.
1748-1750- Halldór Guðbrandsson, f. 1719, d. 26. júní 1785 og k.h. Vigdís Jónsdóttir, f. 1702, d. 23. nóvember. 1786.
1754-1760 Einar Þorkelsson, f. 1682, d. 1760 og k.h. Geirlaug Nikulásdóttir, f. 1696, d. 12. janúar. 1762.
1762-1763- Magnús Einarsson, f. 1731, d. eftir 1801 og k.h. Guðrún Helgadóttir, f. 1727, d. eftir 1801.
1767-1773- Halldór Oddsson, f. 1733, d. 21. apríl 1802 og f.k.h., sem mun ókunn.
1768-1772- Þorlákur Loftsson, f. 1730. d. 9. mars 1779
1784-1785- Björn Ólafsson.
1788-1789 Bjarni Ormsson, f. 1762, d. 24. október 1822 og f.k.h. Vigdís Brandsdóttir, f. 1767, d. 19. júní 1795.
1789-1805 Þorlákur Ólafsson, f. 1754, d. 21. september 1805.
1805-1806 dánarbú Þorláks Ólafssonar.
1806-1809- Herdís Þórðardóttir, f. 1754, d. 5. febrúar 1825, ekkja eftir Þorlák Ólafsson.
1814-1818 Sveinn Þorsteinsson, f. 1779, d. 20. maí 1818.
1818-1827 Járngerður Þorláksdóttir, f. 1781, d. 27. maí 1851, ekkja eftir Svein Þorsteinsson.
1822-1825 Hólmsteinn Þórðarson, f. 1760, d. 4. júlí 1842 og s.k.h. Guðrún Einarsdóttir, f. 1778, d. 11. janúar 1835.
1826-1843 Bernharður Jónsson, f. 14. mars 1789, d. 3. september 1843 og k.h. Þuríður Jónsdóttir, f. 5. september 1791, d. 19. júlí 1853.
1843-1844 dánarbú Bernharðs Jónssonar.
1844-1846 Stefán Jónsson, f. 1793, d. 19. janúar 1858 og s.k.h. Þuríður Jónsdóttir, ekkja Bernharðs Jónssonar.
1835-1865 Stefán Jónsson, f. 27. júlí 1803, d. 21. febrúar 1882 og k.h. Gróa Jónsdóttir, f. 25. maí 1804, d. 3. janúar 1883.
1827-1834 Þorkell Pétursson, f. 1786, d. 18. júlí 1864 og k.h. Guðrún Jónsdóttir, sk. 28. mars 1795, d. 19. júlí 1853.
1834-1835 Björn Þorleifsson, f. 6. júní 1798, d. 25. október 1875 og búst. Ingveldur Ívarsdóttir, f. 17. apríl 1816, d. 10. mars 1838.
1846-1865 Magnús Stefánsson, dreijari, f. 29. ágúst 1815, d. 29. apríl 1889 og k.h. Helga Jónsdóttir, f. 24. október 1825, d. 9. apríl 1862.
1865-1869 Markús Björnsson, f. 26. júní 1840, d. 11. janúar 1920 og k.h. Halla Þorgilsdóttir, f. 22. apríl 1840, d. 31. desember 1915.
1865-1907 Jóhannes Stefánsson, f. 17. maí 1834, d. 25. apríl 1910 og k.h. Pálína Pálsdóttir, f. 23. október 1834, d. 1. ágúst 1904.
1869-1889 Magnús Stefánsson, aftur og búst. Guðlaug Þorgeirsdóttir, f. 10. desember 1834, d. 5. maí 1913.
1872-1875 Jóhannes Jónsson, f. 28. ágúst 1830, d. 21. desember 1878 og k.h. Valgerður Andrésdóttir, f. 30. september 1832, d. 11. október 1877.
1907-1922 Jósep Jóhannesson, f. 13. júlí 1868, d. 21. júlí 1933, ókv.
1907-1911 Stefanía Jóhannesdóttir, f. 3. nóvember 1873, d. 13. júní 1967, þá ógift.
1911-1922 Guðrún Jóhannesdóttir, f. 11. júlí 1867, d. 8. janúar 1936, ekkja frá Galtastöðum.
1922-1948 Magnús Þórarinsson Öfjörð, f. 21. júlí 1888, d. 24. apríl 1958 og k.h. Þórdís Ragnheiður Þorkelsdóttir, f. 10. mars 1892, d. 15. apríl 1950.
1948- Kristján Eldjárn Þorgeirsson, f. 20. september 1922 d. 20. janúar 2010 og k.h. Guðný Magnúsdóttir Öfjörð, f. 23. mars 1922, d. 20. febrúar 2002.

Heimild: Ábúendatal Gaulverjabæjarhrepps eftir: Halldór Gestsson og Pál Lýðsson, Tímarit.is

Örnefni[breyta | breyta frumkóða]

Sigurjón Þ. Erlingsson safnaði 1955 eftir sögn Kristjáns E. Þorgeirssonar bónda í Skógsnesi. Upphaflegt heiti bæjarins er Snóksnes, en orðið Skógsnes er notað í daglegu tali.

Vesturskurður (1) heitir skurðurinn fyrir norðan túnið. Rennur hann til suðvesturs.
Rimarnir fyrir norðan skurðinn vestur undir mörkum (að sjá í Gaulverjabæ frá bænum) heita Svörturimar (2).
Grænhóll (2a) heitir hóll rétt norðan við skurðinn að sjá í Syðri-Völl frá Skógsnesi.
Fleiri litlir hólar eru við Grænhól, og heita þeir einu nafni Smáhólar (3).
Smáhólaflóð (4) er fyrir norðan Smáhóla.
Litlukot (5) heita tveir stórir hólar fyrir norðan Skógsnesveg að sjá í Vorsabæjarhól frá Skógsnesbæ.
Fast vestan megin við Gaflsveginn, ca. 100 m ofan við beygjuna, er lítill hóll, sem heitir Valhóll (6) eða Valhöll (7).
Allt land Skógsness (upp að mörkum) fyrir norðan þessa hóla heita Gömluengjar (8).
Rétt suðaustan við norðvesturhornmark Skógsness er(+u) Hólmaflóð (9). (Erlingur Kristjánsson frá Skógsnesi segir að alltaf hafi verið talað um þetta/þessi flóð í fleirtölu)
Rimarnir fyrir norðan Vesturskurð og austan við Gaflsveginn heita Leirsurimar (10).
Þeir enda við Leirsuflóð (11), sem er austan við veginn ca. 200 m ofan við vegamótin við Skógsnesveg.
Efst í túninu, sem er norðan við Vesturskurð, er hóll, sem Lauthóll (12) heitir.
Norðaustur af bænum, ofan við Vesturskurð, er flóð, sem heitir Stóraflóð (13), en er venjulega kallað Stífluflóð (14).
Hundhóll (15) heitir lítill hóll í túninu ca. 100 m norðaustur af bænum.
Fyrir vestan Hundhól er lítil tjörn, sem heitir Skúmsflóð (16).
Fast austan við bæinn inni í túninu eru mýrarlægðir og í þeim tvö flóð, sem heita Kálgarðaflóð (17).
Í engjunum austur af bænum, rétt austur við markaskurðinn, að sjá norðan til við Efri-Sýrlæk frá Skógsnesi, er grasdæla slétt, sem heitir Stóradæl (18).
Skammt suðaustur af Stórudæl er Litladæl (19).
Gautateigur (20) heitir mýrin austur við markaskurðinn, sitt hvorum megin við veginn milli Skógsness og Parta.
Gautateigsvað (21) heitir þar, sem vegurinn yfir skurðinn. Vaðið er rétt sunnan við brúna.
Sunnan við veginn rúmlega miðja vegu austur að mörkum er Skrugguflóð (22).
Skammt suðaustur af því er annað flóð, nafnlaust.
Rétt suðaustan við það er enn eitt flóð, sem heitir Lómsflóð (23).
Langaflóð (24) heitir flóð aflangt suðaustur af bænum að sjá af Skógsnesshlaði norðan til við Arabæ.
Skammt suðaustur af Langaflóði er gulstarardæl, sem heitir Djúpadæl (25).
Sunnan við Djúpudæl og fram að Miðskurði eru sléttur, sem heita einu nafni Þembudælur (26).
Miðskurður (27) kemur úr Austurskurði (28) nokkuð sunnan við Gautateigsvað og rennur til suðvesturs í Miklavatn.
Engjunum fyrir sunnan Miðskurð er skipt í þrjú hólf með tveimur flóðgörðum.
Við vesturendann á efri garðinum er Frakkhóll (30).
Á mörkum Skógsness, Arabæjar og Arabæjarhjáleigu er grasdæla, sem heitir Drottningardæl(-a) (31).
Hornmarkið heitir Drottningarþúfa (32).
Norðan við Drottningardæl er Kóngsdæl (33).
Fyrir sunnan skurðinn, fram að Arabæjarhjáleigulandi, eru mörg smáflóð með rimadrögum á milli. Þau heita Langhólaflóð (34).
Flóðin eru að sjá í Krók frá Skógsnesi.
Fast vestan við flóðin eru hólar, samliggjandi flóðunum, frá skurði og fram að mörkum. Þeir heita einu nafni Langhólar (35).
Í norðaustur af Langhólum, ofan við Miðskurð, eru hólar samfelldir, Heimarihólar (36).
Austan við þá er Heimarihólaflóð (37), en vestan við þá er Hólmaflóð (38).
Fyrir vestan það eru Borgarhólar (39). Vestan við Borgarhóla er Stakhóll (40), að sjá frá Skógsnesi skammt austan við Ragnheiðarstaði.
Við Stakhól eru mörg flóð, sem heita Stakhólsflóð (41). Stefanía Jóhannesdóttir í Gegnishólaparti, sem uppalin er í Skógsnesi, segir þó, að Stakhólsflóð sé eitt flóð, sunnan við hólana.
Drag (42) heitir lægð, sem liggur frá Heimarihólaflóði og heim undir veg austan við túnið.
Þvert úr Draginu til vesturs er Þverkelda (43), sem endar við Kelduhóla (44). Þar breytir keldan um stefnu og gengur til suðurs og heitir þá Kelduhólaskurður (45) og endar í Miðskurði.
Fyrir austan Kelduhóla eru þrjú flóð, sem heita Kelduhólaflóð (46). Kelduhólaskurður rennur í gegnum flóðin.
Norðaustur af suðvesturhornmarki Skógsnesslands eru hólar í stefnu frá hornmarki í Kelduhóla. Þeir heita Flathólar (47).
Úr efsta Kelduhól liggur flóðgarður og endar við Vesturskurð. Hann heitir Litligarður (48).
Suðvestur af túninu er stór hóll, sem hét Gamlaborg (49), en hefir í seinni tíð verið kölluð Stóraborg (50). Þar hefir nú, 1956, verið byggt fjárhús.
Skammt norðvestur af Stóruborg er annar minni hóll, sem nú er kominn í tún. Hann heitir Litlaborg (51), en hét áður Hústótt (52).
Á milli þessara tveggja hóla er Borgarflóð (53).
Norðaustur af Stóruborg, miklu nær bænum, er slétt túnflöt með hlöðnum garði í kring. Það heitir Gerði (54).
Fast sunnan við Gerði er hóll, sem heitir Stekkur (55).
Sunnan við Gerði er Gerðisflóð (56), var áður kallað Stekkjarflóð (57).
Sunnan við túnið í Skógsnesi ca. 150 m suður af bænum er Fjárhúsflóð (58).
Fjárhús munu hafa staðið inni í túninu norðan við flóðið, en eru löngu sléttuð út.
Mitt á milli Gerðis og bæjar, þó heldur nær Gerðinu, heitir Stöðull (59).

Gullvöllur¹ (60) Hóll sem er hornmark fyrir Hamarsbæi, Skógsnes og Gafl (Í jarðabók frá 1703 er sagt að þar hafi staðið bær sem komin sé í eyði)
Markhóll² (61) Hraunstrýta með hundaþúfu norðvestan við Litlu-kot.(Þar sunnan við var alfaraleið milli bæja)
Leirgjá3 (62) Pittur sem er landamerki milli Skógsness og Mýra. Leirgjá er í beinni sjónlínu milli Skógsness og Mýra bæjana.
Mógrafir (63) í mýrinni austan við Stífluflóð

¹ Heimild: Kristján Eldjárn Þorgeirsson bóndi í Skógsnesi f: 20. september 1922
² Heimild: Kristján Eldjárn Þorgeirsson bóndi í Skógsnesi f: 20. september 1922
3 Heimild: Guðný Magnúsdóttir Öfjörð f: 23. mars 1922.

Stafrófsskrá örnefna:[breyta | breyta frumkóða]

Austurskurður 28
Borgarflóð 53
Borgarhólar 39
Djúpadæl 25
Drag 42
Drottningardæla 31
Drottningarþúfa 32
Fjárhúsflóð 58
Flathólar 47
Frakkhóll 30
Gamlaborg 49
Gautateigsvað 21
Gautateigur 20
Gerði 54
Gerðisflóð 56
Grænhóll 2a
Gullvöllur 60
Gömlu-engjar 8
Heimarihólaflóð 37
Heimarihólar 36
Hólmaflóð 38
Hólmaflóð 9
Hundhóll 15
Hústótt 52
Kálgarðaflóð 17
Kelduhólaflóð 46
Kelduhólar 44
Kelduhólaskurður 45
Kóngsdæl 33
Langadæl 29
Langaflóð 24
Langhólaflóð 34
Langhólar 35
Lauthóll 12
Leirgjá 62
Leirsuflóð 11
Leirsurimar 10
Litlaborg 51
Litladæl 19
Litligarður 48
Litlukot 5
Lómsflóð 23
Markhóll 61
Miðskurður 27
Mógrafir 63
Skrugguflóð 22
Skúmsflóð 16
Smáhólaflóð 4
Smáhólar 3
Stakhóll 40
Stakhólsflóð 41
Stekkjarflóð 57
Stekkur 55
Stífluflóð 14
Stóraborg 50
Stóradæl 18
Stóraflóð 13
Stöðull 59
Svörturimar 2
Valhóll 6=7
Valhöll 7=6
Vesturskurður 1
Þembudælur 26
Þverkelda 43