Sjóvá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Sjóvá-Almennar líftryggingar hf.
Rekstrarform Almenningshlutafélag
Stofnað 1989[1]
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur ?
Starfsemi Tryggingar
Vefsíða www.sjova.is

Sjóvá er íslenskt vátryggingarfélag sem rekur 12 útibú og er með 24 umboðs og þjónustuaðila á landinu. Fyrirtækið er stærsta íslenska tryggingafyrirtækið. Sjóvá þjónustar fyrirtæki og einstaklinga. Hagnaður fyrirtækisins á árinu 2004 var 3,59 milljarðar íslenskra króna[2], 3,76 milljarðar árið 2005 og 11,9 milljarðar árið 2006.[3] Sjóvá-Almennar tryggingar var a.m.k. að ⅔ í eigu Milestone ehf.. Eftir bankahrunið varð Sjóvá gjaldþrota og í ljós kom að fyrri eigendur höfðu notað tryggingarsjóði Sjóvár ólöglega til fjárfestinga. Sjóvá var selt sumarið 2011 við umdeildar kringumstæður.[4]

Sjóvá sýndi áhuga á fjármögnun verkefna sem lið í forvarnarstarfsemi sinni, í því augnamiði stofnaði það Forvarnarhúsið. Í desember 2006 stofnaði Sjóvá Suðurlandsveg ehf. ásamt nokkrum sveitarfélögum en markmið þess að er flýta fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. Sjóvá sýndi því einnig áhuga að koma að byggingu viðbyggingar Grensádeildar Landspítala - Háskólasjúkrahúss.

Þjónusta[breyta | breyta frumkóða]

Einstaklingum bjóðast á bruna-, fasteigna-, fartölvu-, innbús-, ferða-, sumarhúsa- , ökutækja-, hesta- og hundatryggingar. En auk þess líf-, sjúkdóma-, afkomu- og slysatryggingar sem dótturfyrirtæki Sjóvá, Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. sér um en Sjóvátryggingarfélag Íslands hf. bauð fyrst upp á líftryggingar árið 1934.

Fyrirtækjum býður Sjóvá þjónustu sem þeir nefna Grunnvernd en inní henni er falið innbrots og þjóðnaðar-, vatnstjóns-, rekstrarstöðvunar- og ábyrgðartrygging vegna tjóns þriðja aðila. Hægt er að semja um frekari tryggingar til viðbótar. Viðskiptavinir Glitnis banka hljóta sérkjör en þar til nýlega átti Milestone ehf. hluta í bankanum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. var stofnað árið 1989 við sameiningu Sjóvátryggingarfélags Íslands hf. (1918) og Almennra Trygginga hf. (1943)
  2. „Annual report 2004“ (pdf). 2005.
  3. „Hagnaður Sjóvá þrefaldast“. Viðskiptablaðið. 26. febrúar 2007. Sótt 16. júlí 2007.
  4. Gagnrýnir söluna á Sjóvá

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]