Sjónvarpsturninn í Nürnberg

Hnit: 49°25′34″N 11°02′20″A / 49.42611°N 11.03889°A / 49.42611; 11.03889
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

49°25′34″N 11°02′20″A / 49.42611°N 11.03889°A / 49.42611; 11.03889

Sjónvarpsturninn í Nürnberg

Sjónvarpsturninn í Nürnberg er 292 metra hár og þar með hæsta bygging borgarinnar Nürnberg í Þýskalandi. Hann er einnig hæsta mannvirki Bæjaralands og þriðji hæsti sjónvarpsturn Þýskalands, á eftir turnunum í Berlín og í Frankfurt am Main. Sökum sérkennilegrar lögunar á kúlunni hefur hann fengið viðurnefnið Eggið í Nürnberg (Nürnberger Ei).

Kúlan í turninum er egglaga. Þvi kalla gárungar turninn Eggið í Nürnberg

Saga sjónvarpsturnsins[breyta | breyta frumkóða]

1972 var ráðgert að endurnýja litla sendistöð í miðborg Nürnberg. Ætlunin var að reisa sjónvarpsturn og koma sendinn fyrir í honum. Turninn var þó ekki reistur fyrr en 1977 og var vígður 1980. Samfara sendistöðinni var útsýnispallur og veitingastaður opnaður í turninum. En aðsóknin var svo dræm að veitingasalnum var lokað 1991 og er turninn nú lokaður almenningi.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

  • Byggingartími: 1977-1980
  • Hæð: 292,80 m
  • Hæð útsýnispalla: 185 m
  • Þyngd: 23 þús t
  • Dýpt grunnsins: 15,5 m
  • Þvermál kúlunnar: 32 m

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]