Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 3

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þriðja þáttaröðin af Simpson-fjölskyldunni er að mati rithöfundanna besta þáttaröðin og í þessari þáttaröð var yfirbragð Simpson-þáttanna að mótast og margir gestaleikarar komu fram m.a. níu hafnaboltamenn. Þáttstjórnendur þáttaraðarinnar voru Al Jean og Mike Reiss og þáttaröðin inniheldur 24 þætti og var sýnd á árunum 1991-1992

Stark Raving Dad[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti þáttur þáttaraðarinnar, fyrst sýndur 9. september 1991. Þátturinn er með mikið af tilvísunum í kvikmyndina One Flew Over the Cuckoo's Nest.

Þátturinn byrjar með því að Lísa á afmæli og hefur áhyggjur yfir því hvort Bart muni gefa henni afmælisgjöf. En allar hvítu skyrtur Hómers verða bleikar eftir að Bart setti rauðu húfuna sína í þvottakörfuna. Þegar allir nema Hómer er í hvítum skyrtum heldur Burns að hann sé sjálfstætt hugsandi stjórnleysingi og lætur hann taka sálfræðipróf heim með sér. Hómer lætur Bart svara spurningunum sem leiðir til þess að Hómer er sendur á geðveikrahæli. Þar hittir Hómer stórann hvítann mann sem telur sig vera Michael Jackson en Hómer veit ekkert hver Michael Jackson er. Eftir að Marge talar við geðlækninn skilja þeir að Hómer er ekki geðveikur og hleypir Hómer út. Hómer biður Michael að koma með sér og segir Bart frá því. Bart heldur að þetta sé poppsöngvarinn og segir öllum bænum frá honum. Þegar í ljós kemur að þetta er bara stór geðsjúklingur verður allur bærinn æfur út í Bart, en Lísa verður vonsvikin því að Bart gleymdi afmælinu hennar. Meðan Michael labbar um í húsi Simpson-fjölskyldunnar sér hann hvað Lísa er leið og hjálpar Bart að semja lag sem afmælisgjöf. Lagið besta afmælisgjöfin sem Lísa fékk. En eftir sönginn kemur í ljós að Micheal er bara verkamaður frá New Jersey sem heitir Leon Kompowsky og talaði einn daginn eins og Michael Jackson því að hann var svo reiður út í heiminn. Leon heldur heim og Simpson-fjölskyldan kveður hann.

  • Gestaleikarar: Michael Jackson (undir dulnefninu John Jay Smith) og Kipp Lennon
  • Höfundar: Al Jean og Mike Reiss
  • Leikstjóri: Rich Moore

Mr. Lisa Goes to Washington[breyta | breyta frumkóða]

When Flanders Failed[breyta | breyta frumkóða]

Bart the Murderer[breyta | breyta frumkóða]

Bart the Murderer er fjórði þáttur þriðju seríu Simpson. Hann var frumsýndur 10. október 1991.

Þátturinn byrjar á því að Bart vaknar glaður yfir því að hafa lært heima og að þau fara í námsferð í súkkulaðiverksmiðjuna. En hundurinn étur heimadæmin hans og Bart missir af skólabílnum og verður 40 mínútum of seinn og hann gleymdi leyfinu um að fara í námsferðina svo hann verður að vera eftir. Skinner lætur hann hjálpa sér að sleikja umslög. Bart fær að fara einni mínútu fyrr en á leiðinni heim lendir hann inn í greni mafíósa. Foringinn Fat Tony leyfir Bart að velja hest úr veðreiðunum og Bart velur rétt. Þeir láta Bart blanda drykki og borga honum fyrir. Marge treystir mönnunum ekki, og lætur Hómer tala við þá en eftir að hafa "unnið" þá í póker líkar Hómer við þá. Þegar Skinner lætur Bart sitja eftir út af því að hann reyndi að múta honum kemur Bart seint og Fat Tony lætur annan manna sinna blanda drykk handa völdugum Don en hann bragðast hræðilega og þeir sverja hefnd á Fat Tony. Bart segir þeim að Skinner hafi látið sig sitja eftir og þeir fara og tala við hann. Daginn eftir er Skinner týndur og allir leita hans en halda hann dáinn. Löggan kennir Fat Tony um en þeir kenna Bart um. Í réttarhöldunum segja þeir að Bart sé doninn í mafíunni þeirra og að hann hafa heimtað að þeir dræpu Skinner. Í miðjum réttarhöldunum kemur Skinner inn og segir hann hafa verið taka til í geymslunni sinni og blaðabunki féll ofan hann en á endanum losnaði hann. Bart hættir í gengi Fat Tonys. Þátturinn endar með því að fjölskyldan er að horfa á myndina Blood on the Blackboard: The Bart Simpson Story þar sem að Neil Patrick Harris leikur Bart og Joe Mantegna leikur Fat Tony.

  • Gestaleikarar: Joe Mantegna, Phil Hartman, Neil Patrick Harris og Marcia Wallace
  • Höfundur: John Swartzwelder
  • Leikstjóri: Rich Moore

Homer Defined[breyta | breyta frumkóða]

Like Father, Like Clown[breyta | breyta frumkóða]

Treehouse of Horror II[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er seinni árlegi þrískipti hrekkjavökuþáttur Simpson-fjölskyldunnar. Þátturinn var sýndur 31. október 1991.

Opnun[breyta | breyta frumkóða]

Enn á ný aðvarar Marge áhorfendurna við efni þáttarins. Svo fylgjumst við með því þegar Simpson-fjölskyldan kemur heim með sælgæti og Bart, Lísa og Hómer háma það í sig. Marge segir þeim að þau geta fengið martraðir ef þau borða of mikið. Og viti menn, þau dreymir öll sitthverja martröðina.

Martröð Lísu[breyta | breyta frumkóða]

Simpson-fjölskyldan er í fríi í Marokkó og Hómer kaupir aflimaða apahönd sem á að geta veitt manni fjórar óskir, en það fylgir þeim mikil ógæfa en Hómer hunsar það. Heima reyna þau finna hver ekki óska sér fyrst og Maggí óskar eftir nýju snuði. Bart óskar svo næst og hann óskar þess að þau verði rík og fræg en það fer ekki eins og ætlaðist því allur bærinn fyrirlítur þau út af því að þau eru rík. Lísa óskar næst um heimsfrið og allir ákveða brenna vopnin sín og dansa svo glaðir. En svo ráðast geimverur á jörðina og varnarlaus geta mennirnir ekki gert neitt. Hómer óskar sér síðast eftir kalkúnasamloku en kalkúnninn er þurr. Við það ætlar hann að henda höndinni en gefur Flanders hana í von að allt mistakist hjá honum. en svo fer ekki og allir dýrka hann.

Martröð Barts[breyta | breyta frumkóða]

Underlegir atburðir eiga sér stað í Springfield. Þar verða allir að hugsa glaðar hugsanir annars mun ófreskja sem les hugsanir breyta þeim í eitthvað kvikt. Og ófreskjan er hinn 10 ára gamli Bart Simpson! Þegar Hómer ætlar að horfa á ruðninginn og neitar Bart um að horfa á Krusty breytir Bart honum í kassatrúð. Marge fer með Bart til Marvins Monroe sem vill að Hómer og Bart skemmti sér saman. Eftir það breytir Bart Hómer aftur og Hómer kyssir Bart á ennið og Bart vaknar öskrandi.

Martröð Hómers[breyta | breyta frumkóða]

Í vinnunni er Hómer sofandi og Burns rekur hann fyrir það. Hómer getur ekki fundið almennilega vinnu og tekur starf sem grafari í kirkjugarði. Á meðan ætlar Burns að búa til æðsta starfsmannsvélmennið en þarf manns heila. Burns og Smithers fara í kirkjugarðinn og finna Hómer sofandi. Þeir taka úr honum heilann og setja í vélmennið en það verður jafnlatt og Hómer. Burns lætur taka heilan úr vélmenninu og setja aftur Hómer en vélmennið fellur ofan á Burns.

Endir[breyta | breyta frumkóða]

Þegar Hómer vaknar er höfuð Burns fast við öxlina á honum og hann þarf reyna að lifa við það, sem er ekki auðvelt.

  • Höfundar: Atrocious Al Jean og Morbid Mike Reiss, Jittery Jeff Martin, Gasping George Meyer, Slithering Sam Simon og Spooky John Swartzwelder
  • Leikstjóri: Jim Rondo Reardon

Lisa's Pony[breyta | breyta frumkóða]

Saturdays of Thunder[breyta | breyta frumkóða]

Flaming Moe's[breyta | breyta frumkóða]

Burns Verkaufen Der Kraftwerk[breyta | breyta frumkóða]

I Married Marge[breyta | breyta frumkóða]

Radio Bart[breyta | breyta frumkóða]

Lisa The Greek[breyta | breyta frumkóða]

Homer Alone[breyta | breyta frumkóða]

Bart the Lover[breyta | breyta frumkóða]

Homer at the Bat[breyta | breyta frumkóða]

Seperate Vocations[breyta | breyta frumkóða]

Dog of Death[breyta | breyta frumkóða]

Colonel Homer[breyta | breyta frumkóða]

Black Widower[breyta | breyta frumkóða]

Black Widower er 21. þáttur þriðju Simpson-seríunnar. Þetta er annar þátturinn með Sideshow Bob. Samkvæmt útskýringunum DVD-setti þriðju seríu vildu þeir gera dulúðarþátt til þess að vinna Edgar-verðlaunin. Þátturinn var fyrst sýndur 9. apríl 1992.

Þátturinn byrjar með því að systir Marge Selma tilkynnir að hún sé byrjuð með Sideshow Bob. Bob er boðið í mat og segir frá lífi sínu í fangelsinu. Selma skrifaði honum vegna þess að tók þátt í pennavinaáætluninni. Þau urðu ástfangin og Sideshow Bob var sleppt fyrr út af góðri hegðun. Bob biður Selmu að giftast sér og hún svarar játandi. Bart er sá eini sem treystir ekki Bob. Þegar er verið skrifa niður mat fyrir brúðkaupið ráðleggur bara Hómer kokteilpylsur en Selmu er alveg sama því hún finnur hvorki bragð né lykt. Bob verður efins um að þau hafi efni á brúðkaupinu en Selma segir að hún eigi helling af peningi. Stuttu fyrir brúðkaupið eru Bob og Selma úti en þegar hún fattar að MacGyver-þættinum, sem hún og systir sín dýrka, verður stórmál því Bob hatar þáttinn. Það munar litlu að þau hætti við brúðkaupið en Hómer og Marge ráðleggja þeim að þegar Selma horfir á MacGyver þá fari Bob í göngutúr. Í brúðkaupinu samþykkir Selma að reykja ekki nema eftir máltíðir og MAcGyver. Hómer og Marge fá senda spólu af brúðkaupsnótt Selmu og Bobs þar sem Bob er m.a. æfur út að hafa ekki fengið arinn. Eftir það horfir fjölskyldan á MacGyver þar til Bart uppgötvar allt í allt. Á hótelinu þar sem Bob og Selma gista er Selma að horfa á og Bob fer á bar fyrir utan hótelið og bíður glaður þar til MacGyver er búinn og svo springur herbergið þeirra í loft upp. Bob stekkur glaður inn á hótelið og skoðar herbergið en finnur Bart og Selmu sem heimtar skilnað. Bart segir að hann hafi fatað áætlun Bobs þegar Selma lofaði að reykja ekk nema eftir MacGyver. Bob fyllti herbergið af gasi frá arninum sem Selma vissi ekki af því hún fann enga lykt. Bart náði að bjarga Selmu og eftir allir voru komnir út úr herberginu kveiktu löggurnar í vindlum og hent eldspýtunni í herbergið sem sprakk. Bob ætlaði að drepa Selmu fyrir peningana en er settur í fangelsi fyrir morðtilraun.

Gestaleikari: Kelsey Grammer

Saga: Thomas Chastain og Sam Simon

Handrit: Jon Vitti

Leikstjóri: David Silverman

The Otto Show[breyta | breyta frumkóða]

Bart's Friend Falls in Love[breyta | breyta frumkóða]

Brother, Can You Spare Two Dimes?[breyta | breyta frumkóða]