Sigfús Sigfússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigfús Sigfússon (stundum nefndur Sigfús Sigfússon frá Eyvindará) (21. október 18556. ágúst 1935) var mikilvirkur þjóðsagnaritari og er þekktastur fyrir verk sitt: Íslenskar þjóðsögur og sagnir sem fyrst var gefið út í 16 bindum á árunum 19221959 og síðan í tíu bindum á árunum 19811991. Sigfús þótti mjög afkastamikill þjóðsagnasafnari á sínum tíma og barst hróður hans sem slíks víða.

Sigfús fæddist í Miðhúsum. Hann var sonur hjónanna Sigfúsar Oddssonar og Jóhönnu Þorsteinsdóttur frá Mjóanesi. Sigfús ólst hins vegar upp á Skeggjastöðum í Fellum en dvaldi tíðum á Eyvindará og kenndi sig jafnan við þann bæ. Sigfús lauk námi frá Möðruvallaskóla 1891 og starfaði síðan um hríð sem kennari á Héraði en fluttist síðan til Seyðisfjarðar þar sem hann bjó og starfaði lengst af ævi sinnar. Það einkenndi andlit hans að hann varð blindur á hægri auga og afmyndaðist augað í hvítt vagl eftir að hann varð nærri úti á Fjarðarheiði. Á efri árum flutti Sigfús til Reykjavíkur og síðustu æviárin dvaldi hann á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.

Minnisvarði um Sigfús stendur í landi Miðhúsa, á hæð skammt frá vegamótum Eiða- og Seyðisfjarðarvegar. Hann var afhjúpaður 6. ágúst 1985, en þá voru 50 ár frá andláti Sigfúsar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.