Sharon Gless

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sharon Gless
Sharon Gless, 1991
Sharon Gless, 1991
Upplýsingar
FæddSharon Marguerite Gless
31. maí 1943 (1943-05-31) (80 ára)
Ár virk1970 -
Helstu hlutverk
Madeline Westen í Burn Notice
Maggie Philbin í Switch
Christine Cagney í Cagney & Lacey
Debbie Novotny í Queer as Folk

Sharon Gless (fædd Sharon Marguerite Gless, 31. maí 1943) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Switch, Cagney & Lacey og Queer as Folk.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Gless er fædd og uppalin í Los Angeles, Kaliforníu. Vann hún sem ritari hjá auglýsingastofunum Grey Advertising og Young & Rubicam áður en hún gerðist leikari. Árið 1974 tók hún leiklistartíma og skrifaði undir 10 ára samning við Universal Studios sem lauk árið 1982. Var hún seinasti leikarinn í Hollywood sem var með leikarasamning úr gamla kerfinu. [1][2]

Gless hefur verið gift Barney Rosenzweig síðan 1991.

Árið 1995 var Gless heiðruð með stjörnu á Hollywood Walk of Fame.

Gless hefur í mörg ár verið stuðningsmaður kvennréttinda og var árið 2005 heiðruð með Norman Lear´s People for the American Way fyrir hlutverk sitt í baráttunni fyrir mannréttindum.[3]

Árið 2007 þá var Gless heiðruð með Excellence of the Arts verðlaunum frá Leiklistarskólanum við DePaul háskólann.[4]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hlutverk Gless á leiksvið var í Watch on the Rhine eftir Lillian Hellman við Stage West í Springfield, Massachusetts. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Misery, Cahoots og The Vagina Monologues.[5]

Gless hefur í mörg ár bæði talað inn á bækur og leikið í útvarpsleikritum. [6]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Gless var árið 1970 í Night Slaves. Frá 1972-1976 þá lék hún Kathleen Faverty í Marcus Welby, M.D. . Árið 1975 þá var henni boðið hlutverk í Switch sem Maggie Philbin, sem hún lék til ársins 1978. Síðan árið 1982 þá var Gless boðið eitt af aðalhlutverkunum í Cagney & Lacey sem Christine Cagney, sem hún lék til ársins 1988. Lék hún síðan móðir samkynhneigðsmanns í Queer as Folk frá 2000-2005.

Hefur hún komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Ironside, Faraday and Company, Kojak, Judging Amy og Nip/Tuck.

Gless lék Madeline Westen móður Michael Westen í Burn Notice frá 2007-2013, þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[7]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Gless var árið 1973 í Bonnie´s Kids. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Star Chamber, Hannah Free og Once Fallen.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1973 Bonnie´s Kids Sharon þjónustustúlka
1974 Airport 1975 Sharon
1983 The Star Chamber Emily Hardin
2000 Bring Him Home Mary Daley
2009 Hannah Free Eldri Hannah
2010 Once Fallen Sue
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1970 Night Slaves ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1972 The Longest Night Starfsmaður skiptiborðs Sjónvarpsmynd
1972 The Sixth Sense Kay Þáttur: Coffin, Coffin in the Sky
1972 McCloud Sgt. Maggie Clinger Þáttur: The New Mexican Connection
1972 All My Darling Daughters Jennifer Sjónvarpsmynd
1972 Cool Million Sandy Sherwood Þáttur: The Abduction of Baynard Barnes
1973 Chase Sally Þáttur: The Wooden Horse Caper
1996 Owen Marshall: Counselor at Law Penny Collins / Terry 2 þættir
1973 Ironside Jennifer Þáttur: House of Terror
1973 My Darling Daughter´s Anniversary Jennifer Sjónvarpsmynd
1973 Toma ónefnt hlutverk Þáttur: Frame-Up
1973-1974 Faraday and Company Holly Barrett 4 þættir
1974 The Bob Newhart Show Rosalie Shaeffer Þáttur: The Modernization of Emily
1974 Adam-12 Lynn Carmichael Þáttur: Clinic on 18th St
1974 Sierra Mary Jordan Þáttur: Tails, You Lose
1975 Lucas Tanner Miss Reynolds Þáttur: Those Who Cannot, Teach
1972-1975 Emergency! Höggvari / Sheila 2 þættir
1972-1976 Marcus Welby, M.D. Kathleen Faverty 22 þættir
1976 Baa Baa Black Sheep 1st L.t Hjúkrunarfræðingur Þáttur: Flying Misfits
1974-1976 The Rockford Files Lori Jenivan / Susan Jameson 2 þættir
1976 Kojak Nancy Parks Þáttur: Law Dance
1976 Richie Brockelman: The Missing 24 Hours Darcy Davenport Sjónvarpsmynd
1975-1978 Switch Maggie Philbin 71 þættir
1978 The Islander Shauna Cooke Sjónvarpsmynd
1978 Crash Lesley Fuller Sjónvarpsmynd
1978 The Immigrants Jean Seldon Lavetta Sjónvarpsmynd
1979 Tales of the Unexpected Caroline Sjónvarpsmynd
1979 Centennial Sidney Endermann 5 þættir
1979 Turnabout Penny Alston 7 þættir
1979 The Last Convertible Kay Haddon Óþekktir þættir
1980 Hardhat and Legs Patricia Botsford Sjónvarpsmynd
1980 Disneyland Karen Goldner Þáttur: The Kids Who Knew Too Much
1980 The Kids Who Knew Too Much Karen Goldner Sjónvarpsmynd
1980 The Scarlett O´Hara War Carole Lombard Sjónvarpsmynd
1980 Revenge of the Stepford Wives Kaye Foster Sjónvarpsmynd
1981 The Miracle of Kathy Miller Barbara Miller Sjónvarpsmynd
1982 House Calls Jane Jeffries 15 þættir
1983 Tales of the Unexpected Caroline Coates Þáttur: Youth from Vienna
1983 Hobson´s Choice Maggie Hobson Sjónvarpsmynd
1984 The Sky´s No Limit Joanna Douglas Sjónvarpsmynd
1985 Letting Go Kate Sjónvarpsmynd
1982-1988 Cagney & Lacey Det. Sgt. Christine Cagney 119 þættir
1989 The Outside Woman Joyce Mattox Sjónvarpsmynd
1992 Honor Thy Mother Bonnie Von Stein Sjónvarpsmynd
1990-1992 The Trials of Rosie O´Neill Rosie O´Neill 21 þættir
1994 Separated by Murder Betty Gay Wilson / Holly Faye Walker og Peggy Joy Lowe/ Lily Mae Stokely Sjónvarpsmynd
1994 Cagney & Lacey: The Return Christine Cagney-Burton Sjónvarpsmynd
1995 Cagney & Lacey: Together Again Christine Cagney-Burton Sjónvarpsmynd
1995 Cagney & Lacey: The View Through the Glass Ceiling Christine Cagney Sjónvarpsmynd
1996 Cagney & Lacey: True Convictions Christine Cagney Sjónvarpsmynd
1997 Promised Land Alex Tolan 2 þættir
1998 The Girl Next Door Dr. Gayle Bennett Sjónvarpsmynd
2000 Touched by an Angel Ziggy Þáttur: The Perfect Game
2003 Judging Amy Dr. Sally Goodwin Þáttur: Maxine Interrupted
2000-2005 Queer as Folk Debbie Novotny 79 þættir
2006 Thick and Thin ónefnt hlutverk ónefndir þættir
2006 The State Within Lynne Warner 6 þættir
2008-2009 Nip/Tuck Colleen Rose 5 þættir
2007 – til dags Burn Notice Madeline Westen 85 þættir

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Emmy verðlaunin

  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir Burn Notice.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir Nip/Tuck.
  • 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Trials of Rosie O´Neill.
  • 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Trials of Rosie O´Neill.
  • 1988: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1987: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1986: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1984: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1983: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.

Golden Globes verðlaunin

  • 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Trials of Rosie O´Neill.
  • 1991: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The Trials of Rosie O´Neill.
  • 1989: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1988: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1987: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1986: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.

Gracie Allen verðlaunin

  • 2010: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir Burn Notice.

Satellie verðlaunin

  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu/míni-seríu eða sjónvarpsmynd fyrir Burn Notice.

TV Land verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd sem uppáhalds leynilögreglukonan fyrir Cagney & Lacey með Tyne Daly.
  • 2006: Tilnefnd sem Coolest Crime Fighting liðið fyrir Cagney & Lacey með Tyne Daly.
  • 2004: Tilnefnd sem uppáhalds Crimestopper Do fyrir Cagney & Lacey með Tyne Daly.

Viewers for Quality Television verðlaunin

  • 1988: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1987: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1986: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.
  • 1985: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Cagney & Lacey.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Buck, Jerry (31. janúar 1982). „Sharon Gless of 'House Calls'. Sunday Times-Sentinel. Gallipolis, Ohio. AP. bls. 16, § Take-One. Sótt 5. nóvember 2011.
  2. „Ferill Sharon Gless á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 7. maí 2012.
  3. „Ferill Sharon Gless á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 7. maí 2012.
  4. „Ferill Sharon Gless á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2012. Sótt 7. maí 2012.
  5. „Ferill Sharon Gless á heimasíðu hennar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2012. Sótt 7. maí 2012.
  6. „Ferill Sharon Gless á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 7. maí 2012.
  7. „Burn Notice: USA TV Series Ending (Official)“. Sótt 10. maí 2013.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]