Seyðisfjörður (Ísafjarðardjúpi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyrarkirkja

Seyðisfjörður er stuttur fjörður, sem gengur suður úr Ísafjarðardjúpi og er milli Álftafjarðar (í vestri) og Hestfjarðar (í austri). Til vesturs skilur Kambsnes fjörðinn frá Álftafirði en fjallið Hestur skilur Seyðisfjörð frá Hestfirði. Kirkjustaðurinn Eyri er nú eini bærinn í byggð í Seyðisfirði en áður voru þar nokkrir bæir innar í firðinum.

Seinasti hluti Djúpvegarins var lagður um Seyðisfjörð og Hestfjörð á milli Eyrar og Hvítaness og var hann opnaður árið 1975. Einungis er vegur meðfram vestari strönd fjarðarins þar sem ekki er fjöllum fyrir að fara milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar við botn.

í byggð[breyta | breyta frumkóða]

í eyði[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.