Setberg (Eyrarsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Setberg er kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Grundarfirði, Eyrarsveit. Þar var kirkja helguð heilögum krossi í kaþólskum sið, en í dag er Setberg annexía frá Grundarfjarðarkaupstað. Á Setbergi er reisuleg timburkirkja, sem byggð var árið 1882. Á meðal gripa sem þar má sjá, eru altaristafla frá 1892, hökull frá 1696 og ljósakróna frá 1789.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.