Saturday Night Live

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saturday Night Live (betur þekkt sem SNL) er bandarískur grínþáttur sem sýndur er í beinni útsendingu í Bandaríkjunum á laugardögum. Þátturinn hóf göngu sína þann 11. október 1975 og hefur verið gríðarlega vinsæll síðan.

Skopatriðin í þættinum eru oft paródía af bandarískri pólitík. Í hverri viku er utanaðkomandi kynnir ráðinn til þess að vera með einræðu og leika í skopatriðum ásamt venjulegu leikurunum. Einnig er tónlistarmaður oft fenginn til þess að flytja lag í þættinum.

Þau 47 ár sem þættirnir hafa verið sýndir hafa þeir fengið mörg verðlaun þar á meðal 21 Emmy-verðlaun, Peabody-verðlaun og þrjú Writer's Guild of America-verðlaun. TV Guide nefndi þáttinn tíunda besta sjónvarpsþátt allra tíma.

  Þessi dægurmenningagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.