Sandsíli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sandsíli (Marsíli)

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Sandsílaætt (Ammodytidae)
Ættkvísl: Ammodytes
Tegund:
A. marinus

Tvínefni
Ammodytes marinus
Raitt, 1934
Sandsíli

Sandsíli eða marsíli (fræðiheiti: Ammodytes marinus) er fiskur af sandsílaætt. Það er afar líkt marsíli. Sandsíli byrjar að hrygna eins árs gamalt. Sandsíli er mikilvæg fæða margra nytjafiska, sjávarspendýra og sjófugla. Mikilvirkustu afræningjar sandsílis eru makríll og þorskfiskar en veiðar sela og sjófugla skipa minna máli. Framboð af sandsíli hefur áhrif á fuglastofna, sérstaklega eru kría og rita viðkvæmar fyrir skorti á sandsílum.

Sandsílastofn við Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2005 áttu margar fuglategundir við Ísland erfitt með að koma ungum á legg og var orsökin m.a. talin skortur á sandsílum. Rannsóknir við Íslandsstrendur benda til að nýliðun sandsílis 2005 og 2006 hafi brugðist og virðist sandsílastofn við Ísland fara minnkandi. Stofn sandsílis við Vestmannaeyjar virðist hafa orðið fyrir áfalli sem nánast þurrkaði hann út. Tilgátur um hvað valdi hnignun á stofni sandsíla við Ísland og lítilli nýliðun 2005 og 2006 eru m.a. að ákveðin veiðarfæri(dragnót) hafi áhrif, aukið afrán á eggjum, seiði eða fullorðnum sandsílum t.d. af völdum stærri árganga af ýsu og lýsu, skötusel og síld. Einnig er talið mögulegt að aukið afrán á sandsíli stafi af því að helstu afræningja skorti aðra fæðu svo sem loðnu. Talið er að breytingar á sjávarhita og seltu séu aðalorsakavaldar nýliðunarbrests sandsílis 2005 og 2006 en rannsóknir fara nú fram á því. Á veturna liggja hrogn sandsíla í dvala og ræðst þroski þeirra á samspili hita, seltu og birtu og þar með hvenær klak verður. Seiðin sem klekjast út þurfa strax að finna fæðu og ef hlýnun sjávar hefur valdið því að klak verður fyrr án þess að hafa haft eins áhrif á fæðuhóp seiðanna þá er hætta á að seiðin svelti. Straumar og veðurfar geta líka haft áhrif á hvernig seiðin reka um hafið og hvernig þau komast af.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Getið þið sagt mér eitthvað um síli?“. Vísindavefurinn.
  • Rannsóknir á sílum á Íslandsmiðum
Wikilífverur eru með efni sem tengist