Samvægi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samvægi getur átt við streitulaust ástand opinna kerfa (jafnvægi í lífkerfum t.d.) eða tilhneigingu lífkerfa til að halda streitulausu ástandi með því að svara áreiti. Oftast á hugtakið við það síðara en allar frumur leitast við að halda jafnvægi innra með sér til að geta starfað og gera það með því að svara hverskyns áreiti sem þær kunna að verða fyrir. Samvægi mannslíkamans fellst meðal annars í því að halda líkamanum jafnheitum svo hann geti starfað, ef það verður of heitt eða kalt er það oftast vegna veikinda. Ef að líkamshitinn verður of mikill eða lítill getur það endað með því að hann hættir að verka sem endar venjulega með andláti. Sömu sögu er að segja um önnur lífkerfi þegar þau hætta að geta svarað áreiti markvist, þau hætta að geta starfað.