Samskiptatáknmyndir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samskiptatáknmynd til nota með sjúklingi á spítala
Hægt er að nota ýmsar tæknilausnir fyrir samskiptatáknmyndir
Einfalt spjald með táknmyndum

Samskiptatáknmyndir (Picture Communication Symbols eða PCS ) eru myndasöfn með teiknuðum táknmyndum sem geta verið í lit eða svarthvít. Þau voru upphaflega þróuð af Mayer-Johnson, LLC til að nota í kerfum fyrir óhefðbundnar tjáningarleiðir (AAC). Slík kerfi geta verið einfaldar teikningar eða hægt er að búa til spjöld með því að nota þartilgerð forrit eins og Boardmaker.

Táknmyndir í slíkum kerfum þurfa að vera þannig að auðvelt sé að giska á merkingu. Samskiptatáknmyndir eru notaðar með börnum sem ekki geta tjáð sig með tali og hafa einnig verið notaðar með góðum árangri fyrir börn með vitrænar þroskahamlanir. Grunnur samskiptatáknmynd er um fimm þúsund tákn sem auk almennra viðbótarsafna og myndasafna sem tengd eru ákveðnum löndum eru um tólf þúsund tákn. Samskiptatáknmyndir hafa verið þýddar á um 40 mismunandi tungumál.

Hægt er að búa til eigin samskiptatáknmyndir fyrir sérstakar þarfir ef ekki eru til tákn. Algengt er að samskiptatáknmyndir séu notaðar í talþjálfun og við þjálfun einhverfra og til að aðstoða fólk með tjáskiptahamlanir þegar það þarf að leggjast inn á sjúkrahús eða sjúkrastofnanir.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Alternative Symbol Sources