SEV

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
SEV
Rekstrarform Opinbert fyrirtæki
Stofnað 1. október 1946
Staðsetning Þórshöfn, Færeyjum
Lykilpersónur Hákun Djurhus, framkvæmdastjóri
Starfsemi Raforkuvinnsla og sala
Vefsíða http://www.sev.fo

SEV er rafmagnsframleiðandi og dreifingaraðili í Færeyjum. Nafn fyrirtækisins er skammstöfun af eyjunum Straumey, Austurey og Vágar þar sem framleiðsla vatnsaflsvirkjana hófst.[1]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

SEV var stofnað 1. október árið 1946. Stofnfundurinn fór fram í Þórshöfn og var sóttur af talsmönnum 19 bæjarfélaga frá Straumey, Austurey og Vágum. Síðan 1963 hafa öll bæjarfélög Færeyja tekið þátt í fyrirtækinu og fært rafmagnsframleiðslu sína til SEV.[2]

Starfsemi[breyta | breyta frumkóða]

43% af allri nýttri orku Færeyjinga kemur frá vatnsaflsorkuverum. SEV hefur einkarétt á því að framleiða vatnsaflsorkuver og það rekur níu stór og sjö smærri vatnaflsorkuver.[1] Þrátt fyrir að SEV hafi ekki einkarétt á dreifingu raforku, þá er það eina fyrirtækið sem dreifir raforku á Færeyjum.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „SEV - The Faroese Electric Company“. Randburg.
  2. „SEV's History“. SEV. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. febrúar 2012. Sótt 5. apríl 2011.