Sala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sölur)
Sölumaður selur konu hálsfesti á strönd í Mexíkó

Sala kallast það að afhenda vöru eða þjónustu gegn greiðslu og flyst þá eignarréttur til nýs eiganda. Sá sem selur heitir seljandi og sá sem kaupir nefnist kaupandi. Verslun og viðskipti eru orð sem höfð eru um sölu og kaup. Þó að kaupandinn taki þátt í sölu framkvæmir seljandinn hana, þetta heitir færsla.

Í sumum tilvikum er eignarrétturinn ekki færður á milli aðila, það er að segja greitt er aðeins fyrir afnot af vöru eða þjónustu og nefnist það leiga. Sala á oftast við um afhendingu vöru í skiptum fyrir peninga. Það að afhenda vöru eða þjónustu í skiptum fyrir eitthvað annað en peninga heitir vöruskipti.

Oft á sala sér stað í verslunum en hún getur líka farið fram eftir öðrum leiðum, til dæmis í gegnum netið. Sölumaður er einhver sem hefur sölu að atvinnu. Munur er á heildsölu og smásölu; í heildsölu selur eitt fyrirtæki vörur til annars fyrirtækis sem ætlar þær til endursölu, oftast í miklu magni, en í smásölu eru þær seldar neytendum, oftast í litlu magni.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.