Sögufélag Skagfirðinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sögufélag Skagfirðinga er félag sem hefur það að markmiði að skrásetja allt sem lýtur að sögu Skagafjarðar og gefa út rit sem hana varða. Félagið er elsta héraðssögufélag landsins sem enn starfar, stofnað 1937, og hefur það gefið út yfir 80 rit sem tengjast sögu Skagafjarðar.

Sögufélagið hefur frá 1966 gefið út tímaritið Skagfirðingabók. Aðalverkefni félagsins undanfarin ár hefur verið að gefa út Byggðasögu Skagafjarðar en af henni eru nú komin út átta bindi[1]. Félagið hefur einnig gefið út ritröðina Skagfirskar æviskrár.

Núverandi formaður félagsins er Hjalti Pálsson.[2]

Elstu rit félagsins[breyta | breyta frumkóða]

Skagfirsk fræði 1–10
  • Magnús Jónsson: Ásbirningar, 1939. — Skagfirsk fræði 1.
  • Ólafur Lárusson: Landnám í Skagafirði, 1940. — Skagfirsk fræði 2.
  • Margeir Jónsson: Frá miðöldum í Skagafirði, 1941. — Skagfirsk fræði 3.
  • Brynleifur Tobíasson: Heim að Hólum, 1943. — Skagfirsk fræði 4–5.
  • Glóðafeykir. Úr sögu Skagfirðinga, 1945. — Skagfirsk fræði 6.
  • Magnús Jónsson: Ríki Skagfirðinga. Frá Haugsnessfundi til dauða Gizurar jarls, 1948. — Skagfirsk fræði 7.
  • Drangey, 1950. — Skagfirsk fræði 8.
  • Skagfirðingaþættir, 1952. — Skagfirsk fræði 9.
  • Skagfirðingaþættir, 1956. — Skagfirsk fræði 10.
Jarða- og búendatal
  • Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781–1958, 1–4, 1949–1959.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sögufélag Skagfirðinga - Byggðasaga Skagafjarðar“. Sögufélag Skagfirðinga. Sótt 11. nóvember 2022.
  2. „Sögufélag Skagfirðinga - Stjórn“. Sögufélag Skagfirðinga. Sótt 11. nóvember 2022.