Síðfornöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gæðingar Honoríusar keisara eftir John William Waterhouse 1883.

Síðfornöld er sögulegt tímabil sem nær gróflega frá um 300 til um 600 og á við um millibilið milli klassískrar fornaldar og miðalda í Evrópu. Tímabilið miðast við annars vegar hnignun vestrómverska ríkisins á 3. öld og hins vegar landvinninga múslima á 7. öld. Tímabilið nær þannig yfir þjóðflutningatímabilið og innrásir Húna. Tímabilið ármiðaldir nær frá því um 500 til um 1000 og fellur því að hluta saman við þetta tímabil. Með notkun hugtaksins síðfornöld er lögð áhersla á samfelluna frá klassískri fornöld til miðalda.

Þetta tímabil einkenndist af mikilli útbreiðslu abrahamískra trúarbragða: kristni og gyðingdóms og að lokum íslam.

  Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.