Running Bear

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Running Bear
smáskífa
FlytjandiJohnny Preston
Lengd2:39
ÚtgefandiMercury Records
StjórnBill Hall

Running Bear er lag samið af Big Bopper (J. P. Richardson) en þekktast í flutningi Johnny Preston frá árinu 1959. Preston söng lagið inn á plötu með Big Bopper og George Jones sem sungu bakraddir. Lagið sat í efsta sæti bandaríska vinsældalistans frá 18. janúar til 1. febrúar 1960.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Richardson bauð Preston að syngja lagið á skemmtistað. Árið 1958 tók Preston upp lagið í Gold Star Studios í Houston. Upptökustjóri var Bill Hall, Link Davis blés í saxófón og þeir Richardson, Hall og Jones kyrjuðu indjánatakta fyrir bakraddirnar.

Preston komst á mála hjá Mercury Records og lagið kom út í ágúst 1959, sjö mánuðum eftir að Big Bopper lést í flugslysi.

Lagið komst í fyrsta sæti breska vinsældalistans árið 1960.

Innihald lagsins[breyta | breyta frumkóða]

Lagið fjallar um „Running Bear“, ungan og hugrakkann indjána, og hina ungu indjánamær „White Dove“ sem eru ástfangin. Tvennt skilur þau að; annars vegar að þau eru úr stríðandi indjánabálkum og hins vegar að á milli þeirra er straumhörð á sem myndlíking um aðskilnað þeirra. Undir lok lags vaða þau bæða út í ánna og kyssast áður en þeim skolar niður með straumnum og drukkna bæði.