Ronnie James Dio

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ronnie James Dio

Ronnie James Dio (1942 – 2010) gerði garðinn frægan með Rainbow, Black Sabbath og sveit sinni Dio. Hann var þekktur fyrir kraftmikla rödd sína og fantasíukennda textagerð.[1]

Ronald James Padavona fæddist í Portsmouth í New Hampshire í Bandaríkjunum árið 1942 en flutti ungur að árum til New York-fylkis og hefur ævinlega litið á sig sem New York-búa þrátt fyrir að hafa búið í Los Angeles seinni part ævinnar. Hann var af ítölskum ættum og lærði sem barn á trompet (sem hann þakkaði sönghæfileika sína að hluta til).

Ferill Dios spannaði meira en 50 ár en hann byrjaði í skólahljómsveitum þar sem hann þandi röddina með trompeti og spilaði bassa ásamt því að syngja. Stóra stökkið kom hins vegar þegar Roger Glover, bassaleikari Deep Purple, sá hann spila á kynningartónleikum með hljómsveit sinni Elf í Bandaríkjunum og bauð þeim að hita upp fyrir Deep Purple þar vestra. Ritchie Blackmore, gítarleikari Deep Purple, sá að mikið efni var í Dio og bauð honum að syngja með sér á smáskífu. Þessi skífa varð að plötu og Blackmore yfirgaf Deep Purple til að einbeita séð að nýju verkefni: Rainbow.

Dio átti nokkur mjög góð ár með Rainbow og tók upp þrjár breiðskífur með þeim. Eftir listrænan ágreining við Blackmore ákváð Dio að yfirgefa Rainbow þar sem Blackmore vildi snúa sér að meginstraums rokki.[2]

Sama ár og Ozzy Osbourne var rekinn úr Black Sabbath, 1979, stakk Don Arden (faðir Sharon Osbourne) upp á Dio sem söngvara við hljómsveitina. Úr því varð. Dio hjálpaði Sabbath að rísa upp úr öskustónni og platan Heaven and hell varð ein af þeirra vinsælustu stykkjum.[heimild vantar] Ronnie kom með öðruvísi stílbrigði og notaði óspart fantasíukennda texta og látbragð á tónleikum (djöflahorn).[heimild vantar]

Þó að vel hafi farið með þeim í upphafi myndaðist núningur milli Geezer Butler og Tony Iommi annars vegar og Dio og Vinnie Appice (trommara) hins vegar. Niðurstaðan úr því varð að Dio og Appice hættu og stofnuðu bandið Dio sem starfaði nær óslitið frá 1982. Árin 1991-1993) var endurkoma Dio í Sabbath með plötunni Dehumanizer og svo aftur sem Heaven and Hell 2006 – 2010.

Síðasta hljómplata Ronnie James Dio var The Devil you know með Heaven and Hell. En þó skildi Dio eftir sig eitt lag með bandinu sínu Dio, Electra hét það og kom á box-setti með endurútgefnu efni. Dio auðnaðist því miður ekki að klára breiðskífurnar Magica II og III sem voru í bígerð.

Dio greindist með magakrabbamein í nóvember árið 2009 og lést í maí 2010. Hann lét eftir sig eiginkonuna Wendy (af bresku bergi brotin) en hún var umboðsmaður hans lengi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 2012 marks second anniversary of the death of Ronnie James Dio
  2. Rivadavia, Eduardo. „Rainbow". . (Allmusic). Skoðað 10. júlí 2010.