Ragnar Lár

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ragnar Lárusson (13. desember 193531. desember 2007), þekktur sem Ragnar Lár, var íslenskur myndlistarmaður, bókaskreytingarmaður og auglýsingahönnuður. Hann er þekktastur fyrir skopmyndir sínar sem birtust í Þjóðviljanum („Láki og lífið“), Vísi og Dagblaðinu („Boggi blaðamaður“) og mánaðarritinu Speglinum, og myndskreyttar barnabækur eins og Mola litla. Hann myndskreytti einnig fjölda bóka eftir aðra höfunda.

Helstu verk[breyta | breyta frumkóða]

  • (1965) Láki og lífið - safn skopmynda sem höfðu birst í Þjóðviljanum
  • (1968-1975) Moli litli - 7 bindi
  • (1969) Valdemar víkingur - birtist áður sem myndasaga í Stundinni okkar
  • (1975) Nýja fótboltaspilið - borðspil
  • (1989) Boggi: 50 frumreglur í golfleik