Rósenborgarhöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rósenborgarhöll í Kaupmannahöfn

Rósenborgarhöll er lítill kastali í endurreisnarstíl í miðborg Kaupmannahafnar. Höllin var byggð af Kristjáni IV á árunum 1606 og 1607 í Konungsgarði, rétt utan við borgarmúrana. Höllin var bústaður ýmissa konunga til 1710.

Í dag er höllin minjasafn dönsku krúnunnar og geymir meðal annars krúnudjásnin, auk ýmissa hluta sem tengjast Danakonungum frá 16. öld til vorra daga.