Ríkisskuldabréf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Ríkisskuldabréf eru skuldabréf sem ríki gefur út í eigin gjaldmiðli. Almennt er litið á ríkisskuldabréf sem áhættulitla fjárfestingu þar sem ríkisstjórninni er oftast fært að greiða fyrir skuldabréfin með því að prenta meiri peninga, nú eða hækka skatta. Sú áhætta sem felst í þeirri fjárfestingu lítur einna helst að mismuni milli gjaldmiðla (sé fjárfestirinn útlendur) eða að verðbólga verði til þess að verðmæti þeirra minnkar.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Útgáfa íslenskra ríkisskuldabréfa
Dagsetning Upphæð
22. maí 2008 25. milljarðar kr.[1]

Lög um ríkisskuldabréf voru sett 4. júní árið 1924, þegar Jón Magnússon var forsætisráðherra. Í þeim segir að ef ríkissjóður taki lán, þurfi hann að gefa út ríkisskuldabréf fyrir samsvarandi upphæð. Vextir eiga að vera greiddir út tvisvar á ári, 1. október og 1. apríl, að hálfu í hvort sinn. Líftími þeirra má vera 25 ár að hámarki. Lögin hafa staðið óbreytt síðan þá.

Í 24. gr reglugerðar um Seðlabanka Íslands segir að bankinn megi kaupa og selja ríkisskuldabréf og önnur trygg verðbréf í því augnamiði „að á komist skipuleg verðbréfaviðskipti.“[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.