Ræningjatangi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ræningjatangi er tangi á Heimaey í Vestmannaeyjum. Tanginn er nefndur eftir sjóræningjum sem komu til eyjanna í Tyrkjaráninu 1627 en talið er að ræningjarnir hafi þar komið á land. Þeir munu ekki hafa siglt inn á höfnina því að þar voru mannaðar fallbyssur á Skansinum.

Ólafur Egilsson segir í Reisubók sinni að íslenskur maður að nafni Þorsteinn, sem verið hafi á enskri duggu sem ræningjarnir hertóku á leið sinni frá Austfjörðum, hafi vísað þeim til landgöngu á Ræningjatanga.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]