Ránfuglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haförn með bráð

Ránfuglar (fræðiheiti: Accipitriformes) er samheiti þriggja ættbálka fugla haukunga, fálkunga og ugla. Þessir fuglar eiga það allir sameiginlegt að hafa góða sjón sem gerir þeim kleyft að sjá bráð hátt úr lofti, sem og kröftugar klær og gogg til að rífa í sig bráð.

Haukungar og fálkungar eru saman kallaðir dagránfuglar, enda fylgja þeir því hinu hefðbundna mynstri að sofa á næturnar og veiða sér til matar á daginn. Uglur eru hinsvegar náttfuglar sem veiða sér til matar á nóttunni og hvílast yfir daginn.

Ránfuglar ráðast gjarnan á hryggdýr sem eru nokkuð stór samanborið við stærð þeirra sjálfra.

 Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Bird of prey“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. apríl 2015.